Kirkjuritið - 01.03.1938, Síða 51

Kirkjuritið - 01.03.1938, Síða 51
Kirkjurilið. INNLENDAR FRÉTTIR. Sjómannagrafreitur á Haukadalsnesi. Innanvert við Haukadal í Dýrafirði, á svonefndu Saltnesi, voru á árunum kringum 18G0—70 jarðaðir franskir sjómenn, enginn veit hve margir, en líklega 10—15 eða enn fleiri. Lengi undan- farið hafa verið á nesinu þarna 3 upphlaðin leiði, sinn kross á hverju. Haukdælir héldu vel við þessum upphlöðnu leiðum, en girðingu vantaði kringum þau. í sumar, sem leið, var loks komið upp vandaðri steinsteypugirðingu umliverfis reitinn og 5 ungar stúlkur í Haukadal og Sveinseyri hafa af eigin hvötum skipulagt hann sem skrúðgarð með fjölbreyttum tegundum trjáa og hlóm- jurta og lagt i þetta verk mikla vinnu og alúð. Meulenberg biskup hefir tilkynt komu sína til Dýrafjarðai’ næsta vor til þess að vígja reitinn. S. G. Lausn frá prestsskap. Séra Kjartan Kjartansson á Staðastað hefir fengið lausn frá prestsskap frá næstu fardögum. Hann fyllir sjötugsaldurinn i þessum mánuði og hefir gegnt prestsskap rúm 40 ár. Minning séra Haralds Níelssonar. Háskólaráðið sendir nú út til þjóðarinnar svohljóðandi ávarp: Á dánardegi séra Haralds Níelssonar, 10 áruni eftir andlát hans, ákvað Háskóli íslands að beita sjer fyrir því, að minning hins mikta kennimans og guðfræðings verði veglega . heiðruð, og væntir almennrar þátttöku íslenzku þjóðarinnar til þess, að minn- ing eins af hennar mestu andans mönnum megi varðveitast um ó- Itomnar aldir. Háskólaráðið hefir stofnað sjóð, sem beri nafn Haralds Níelsson- aL og verði tekjum hans varið til að kosta einn mann á ári til að Hytja fyrirtestra við Háskóla íslands. Vonast háskólaráðið til þess, að nægilegt fé safnist í sjóðinn til þess að völ verði á ágæt- um mentamönnum erlendum og innlendum til fvrirlestrahalds hér 'ið Háskólann og að unt verði að gefa fyrirlestrana út, svo að úll þjóðin geti notið þeirra. Svo er til ætlast, að efni fyrirlestranna sé ekki einskorðað við ákveðnar fræðigreinar, heldur verði boðið þeim mönnum, sem líklegastir þykja til að vekja og efla holla andlega strauma og i'iytja margvíslegan fróðleik. Væntum vér, að undirtektir Þjóðar-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.