Kirkjuritið - 01.03.1938, Side 56

Kirkjuritið - 01.03.1938, Side 56
134 Erlendar fréttir. Marz. stjórnina, |já má með sanni segja, að ósamkomulagið, sem enn ríkir milli mótmælenda og stjórnarinnar, er mjög skaðlegt fyrir þjóðina. Mótmælendur ná að vísu yfir 65% af öllum Þjóðverj- um, en þeir skiftast í 28 héraðskirkjur (Landeskirchen), þó ekki séu taldir með hinir ýmsu sértrúarflokkar, sem æxlast hafa einmitt frá mótmælendakirkjunni. Þaö er einkum tvent, sem veldur vandræðum lútersku kirkjunnar i Þýzkalandi, og kem- ur jafnvel af stað rígi og rógburði innan söfnuðanna: Stjórnmál og trúardeilur. Lúterska kirkjan og stjórnmálin. Lúther fól á sínum tíma stjórn kirkjunnar á hendur hinum mörgu þýzku smáfurstum, til þess að tryggja liinni ungu kirkju sinni vernd og framgang. Síðan hafa þessir landshöfðingjar beinl eða óbeint farið með völd kirkjunnar í hinum einstöku þýzku smáríkjum. Þegar furstar þessir mistu völd sín í byltingunni 1918, var kirkjan neydd til þess að kjósa sína eigin yfirmenn. Þeir urðu þá eins margir og furstarnir höfðu verið, eða 28, og álitu sig hver um sig að hafa sinn rétt og sína sérstöðu. Þegar Hitler komst til valda, voru öll smáríkin, sem til þessa höfðu verið hlutar þýzka lýðveldisins, leyst upp og innlimuð í ríkisheildina. En kirkjurnar voru ekki nógu fljótar að koma sér undir sam- eiginlega stjórn. Ríkisbiskupnum Miiller tókst ekki að halda þeim saman. Síðan hefir ríkisnefnd verið starfandi, mest 1 i 1 þess að undirbúa nýjar kosningar til ríkisþings, en þó aftur og aftur slegið þeim á frest, til þess að láta ekki koma i ljós sundr- ung þá, sem ríkir innan kirkjunnar. Þar við bætist, að ýmsir stjórnarandstæðingar höfðu gert kirkjuna að bækistöð fyrir ýms- ar herferðir gegn stjórninni, sem eins og nú standa sakir í Þýzkalandi geta ekki endað öðruvísi en með ósigri stjórnar- andstæðinga. Þýzka stjórnin út af fyrir sig gerði aðeins eitl: Hún setti inn kirkjumálaráðherraf Kerrl), sem eiginlega hefir ekki annað að gera en vaka yfir því að hagsmunum ríkisstjórn- arinnar verði ekki á neinn hátt blandað inn í kirkju og trúardeil- urnar, þar sem rikisstjórnin getur hvort eð er eklci skipað neina þjóðkirkju, á meðan kaþólska kirkjan er öðru megin, né vill taka neina ákveðna stefnu innan 'mótmælendakirkjunnar fram yfir aðra. Trúardeilur innan lútersku kirkjunnar. Þar sem kaþólska kirkjan er bundin ævagömlum venjum og álitin óbreytanleg, er það einkum hin yngri lúterska kirkja,

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.