Kirkjuritið - 01.03.1938, Síða 54

Kirkjuritið - 01.03.1938, Síða 54
132 Erlendar fréttir. Marz. ríki og lúterskt norðurríki. Frá því að þýzka ríkið var stofnað i sinni núverandi mynd (1871), hefir Jiað verið ríkisvaldið, sein hefir komið i veg fyrir klofninga, en þó aðeins með þvi móti að viðurkenna báðar kirkjurnar sein jafnréttar. Það leynir sér ekki að við, sem nú lifum á framfara- og véla- öldinni, lifum einnig tíma, sem boða byrjun á nýrri gagnrýni eldri trúarstefna og e. t. v. byrjun nýrra, stórfeldra trúmála- deilna. Víða um veröld á bin kristna kirkja, einkum bin lúterska, í vök að verjast gegn allskonar sértrúarflokkum, sem draga úr áhrifum hennar og mætti. Víðast bvar og ekki sízt í þeim löndum, sem hafa orðið fyrir róttækum stjórnarbyltingum bin siðari ár, ber á valdastreitu milli kirkjunnar og stjórnarvaldsins. En á binn bóginn virðist ekki heldur vera neinum blöðum um það að fletta, að nútímamenn yfirleitt skifta sér meir af kirkju- og trúmálum en feður þeirra og forfeður. Kirkjan og stjórnarbylting nasista. Þýzka þjóðin, sem á fyrri timum hefir oft farið illa út úr deilum kirkjunnar, hefir nú lifað viðtæka byltingu á öllum sviðum hins pólitiska, opinbera og andlega lífs, eða, réttara sagt, stendur ennþá í þessari byltingu. Kirkjulíf hennar fór ekki varhluta af því og hefir nú meir en áður dregið alheimsathygli að sér. Á ytra yfirborði liins kirkjulega lífs hafa breytingar verið lítilvægar eða þá a. m. k. miklu minni, en nokkur heimsblöð reyna að sýna fram á. Þar í landi liafa engar kirkjur verið rifnar niður né brendar, eins og oft vill eiga sér stað á byltingar- tímum, heldur hafa margar nýjar verið bygðar. Prestunum hef- ir ekki verið fækkað, heldur eru þeir nú fleiri en áður; munk- ar og prestnemar eru fleiri en á undanförnum árum og allir gera sér góðar vonir um stöðu og arðberandi embætti. Samt sem áður eiga fréttir heimsblaðanna við rök að styðjast. Deilur milli hins „þriðja“ ríkis og kirkjunnar, bæði hinnar kaþólsku og hinnar lútersku, hafa átt sér stað og eru enn ekki til lykta leidd- ar. Þær eiga m. a. upptök sin í valdastreitu milli kirkjufor- ingja og embættismanna rikisins. Itaþólska kirkjan. Þó að það liti svo út i fyrstu, að kaþólska kirkjan myndi verða erfiðust viðureignar, tókst Hitlersstjórninni samt að koma fyrst á sáttum við hana. Ef hér hefði dregið til alvarlegrar sundrungar milli ríkisstjórnarinnar og kirkjunnar, hefði hinu nýja ríki verið mesta hætta búin. Það má ekki gleyma því, að

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.