Kirkjuritið - 01.10.1938, Blaðsíða 14

Kirkjuritið - 01.10.1938, Blaðsíða 14
TVÆR NÝJAR KIRKJUR. Hnappadalssýsla er öll cilt prestakall Miklaholts- prestakall. Það er ekki scrlega mannmargt, — tæp 500 manns. En þó að fólkið sé fátt og efni flestra lítil, hafa þar saint á 4 árum verið hygðar tvær kirkjur úr stein- steypu, fallegar og vandaðar að öllum frágangi. Önnur þeirra er á Kolbeinsstöðum, vígð 10. júní 1934, en hin að Fáskrúðarbakka, vigð 24. maí 1936. Þegar hyrjað var á byggingu Kolbeinsstaðakírkju, átti hún aðeins tæpar 4000 kr. í sjóði. Hún kostaðí uppkom- in um 12000 kr., en skuldaði þó ekki meira en 3500 kr. Það er mikið, sem fámenn og fátæk sókn færist í fang, þegar hún ræðst i fyrirtæki sem þetta. En samtaka liend- ur, einlægur vilji og heilög alvara fá miklu til leiðar kom- ið. Það sem olli því, að ekki var stofnað til hærri skuldar, voru vinnu- og peningagjafir safnaðarmeðlima sjálfra, skemtanir, sem haldnar voru til ág'óða fyrir kirkjuna og konur safnaðarins stóðu fyrir, og ekki má gleyma þeim Reykvíkingum, sem alist höfðu upp i sókninni, er sendu kirkjunni að gjöf á vígsludegi hennar altarisklæði, messu- skrúða og altaristöflu, sem alt var eins vandað og kostur var á, en konur safnaðarins gáfu henni þúsund króna orgel. Fáskrúðarhakkakirkja er í Miklaholtssókn. Yar sókn- arkirkjan áðúr í Miklaholti, en meiri lduti safnaðarins vildi að hún skyldi flutt að Fáskrúðarbakka, sem er i miðri sókn. Þessi söfnuður stóð hetur að vígi en Kolbeinsstaða- söfnuður, þar sem hann átti í sjóði hátt á áttunda þúsund króna. En við marga örðugleika var nú samt sem áður að stríða. Söfnuðurinn gat ekki átt von á að fá nokkurn

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.