Kirkjuritið - 01.10.1938, Blaðsíða 24

Kirkjuritið - 01.10.1938, Blaðsíða 24
354 Friðrik J. Rafnar: Október. hagslegan straum af þvi. Ef nú þetta á við um einn söfn- uð, segir það sig sjálft, að það á við um þjóðkirkjuna alla, því að þjóðkirkja íslands er ekki annað en sam- bandsheild þeirra safnaða í landinu, sem játa þjóð- kirkjutrú. Sama er að segja um eignir þeirra kirkna, sem eru lénskirkjur eða sjálfseignarkirkjur, og átt hafa jarðeignir, sem þær fyrrum hafa notið tekna af. Jarðir þessar hafa á undanförnum áratugum flestar verið seld- ar, og andvirði þeirra runnið í Kirkjujarðasjóð. En hafi þessar kirkjur gert kröfu til andvirðisins, sjálfum sér til framdráttar, t. d. nýbyggingar, eins og nú á sér stað um Akureyrarkirkju, hefir sú krafa ekki verið talin að styðjast við neinn lagalegan rétt. Jarðirnar og andvirði þeirra væru ekki eign kirkjunnar, heldur alþjóðar. Út frá þessum skilningi má geta sér þess til fyrirfram, hve örðug aðstaða kirkjunnar yrði, ef hún krefðist réttar síns og fullkomins fjárhagslegs sjálfstæðis. Svarið yrði á þá leið, að ef við vildum fá yfirráð kirkjunnar i okkar hendur, væri það ef til vill velkomið, en við yrðum að taka við henni allslausri. Eignirnar væru ríkisins. Þessari hlið málsins verður að gef a gaum, því ekki er víst, að allir hafi gert sér grein fyrir Ijónunum á vegin- um. Hér er ekki staður né stund til þess að fara að deila um lagalegan rétt kirkjunnar frá lögfræðilegu sjónar- miði. Aðeins skal ég lýsa yfir þeirri skoðun minni, og margra annara, hvað sem aðrir kunna þar um að álíta, að kirkjan er í eðli sínu sjálfstæð stofnun, sem upphaf- lega kemst á hér á landi án nokkurs f járhagslegs stuðn- ings ríkisvaldsins, og þær eignir, "sem henni söfnuðusl í kaþólskum sið, voru mestmegnis frjálsar gjafir, sekt- arfé, eða beinlinis keyptar af þáverandi yfirmönnum hennar. Sú breyting, sem varð á fjármálastjórn kirkj- unnar með siðbótinni, þegar mestallar eignir hennar komust í konungshönd, sem æðsta yfirráðanda hennar, getur ekki skoðast að hafa á neinn hátt svift kirkjuna rétti til þessara eigna, ef hún aftur krefst fulls fjárfor-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.