Kirkjuritið - 01.10.1938, Blaðsíða 40

Kirkjuritið - 01.10.1938, Blaðsíða 40
370 Erlendar fréttir. Október. nefndur er annar, tvo þriðju atkvæðis, og sá, sem tilnefndur er þriðji, einn þriðja liluta atkvæðis. Jafnskjótt og talning hefir farið fram, skal kjörstjórn tilkynna kirkjumálaráðherra úrslit kosningarinnar. Hafi aðeins einn þeirra manna, sem tilnefndir hafa verið, hlotið % greiddra at- kvæða, er hann rétt kjörinn biskup. Hafi fleiri en hann hlotið svo hátt atkvæðamagn, er sá þeirra rétt kjörinn, er flest atkvæði hlaut. Hafi fleiri menn hlotið % greiddra atkvæða og séu at- kvæði þeirra jöfn, skal embættið veitt þeim þeirra, sem kirkju- stjórnin telur bezt til þess fallinn. Hafi enginn þeirra manna, er tilnefndir hafa verið, hlotið % greiddra atkvæða, skal embættið veitt þeim þeirra þriggja, sem flest atkvæði fengu, er kirkju- stjórhin telur bezt til þess fallinn. ERLENDAR FRÉTTIR. Réttur kvenna til prestsembætta. Stórþingið norska hefir nú samþykt lög, er veita konum i Noregi rétt lil prestsembætta. Fullyrðingar Hallesbys prófessors um það, að þetta væri móti Guðs orði, komu fyrir ekki. Fundur kennara í kristnum fræðum á Norðurlöndum var haldinn i sumar, 30.—31. júlí, að Hindsgavl á Sjálandi. Sótti hann um 100 menn frá öllum Norðurlöndum nema Islandi. Stórmerk erindi voru flutt á fundinum og lögð áherzla á það, að ekkert barn mætti fara á mis við kristindómsfræðslu, og yrði hún að miða öll að eflingu trúar og siðgæðis. „Hlutlaus fræðsla“ svo kölluð væri lítils nýt. — Vonandi getum við ís- lendingar sent fulltrúa næst, þegar slíkur fundur verður haldinn. Johannes Götzsche, biskup í Vjebörgun 1921—1936, lézt í sumar, 18. júli. Hann var stórgáfaður maður og ágætur biskup, yfirlætislaus svo sem bezt mátti verða, minti nokkuð, eins og Ostenfeld Sjálandsbiskup, á islenzkan bónda. Kirkjuleg-t heimssamband hélt þing í Larvik i Noregi 23.—29. ágúst. Fulltrúar voru 1—2 hundruð. Meðal ræðumann voru biskuparnir Berggrav og Rosen- dal. Samþyktir jjingsins voru aðallega um friðarstarf. Tveir frægir guðfræðingar látnir. Skamt hefir orðið á milli elztu og frægustu guðfræðinga Þýzka- lands, Adolfs Schlatters og Adolfs Júlichers. Báðir komust þeir

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.