Kirkjuritið - 01.10.1938, Blaðsíða 7

Kirkjuritið - 01.10.1938, Blaðsíða 7
Kirkjuritið. Næsti áfanginn. 337 myndugleikavaldi frá Guði: „Þér liafið heyrt að sagt var — en ég segi yður“. Orð lians eigum vér með upp- haflegum undrakrafti sínum — óbreytt, orð eilífs lífs, sem öll önnur orð her að miða við. Sjálfur sýndi hann einnig með lífi sínu, dauða og upprisu, sannleika þess- ara orða — var orðið. Og í ritum lærisveina hans í Nýja testamentinu sést endurskinið af þeim sannleika, eins og Páll postuli lýsir svo fagurlega í 2. Kor: „Guð, sem sagði ljós skal skína fram úr myrkri, liann lét það skína í hjörtu vor, til þess að hirtu legði af þekkingu vorri á dýrð Guðs, eins og hún kom í ljós í ásjónu Jesú Krists". Og enn verðum vér að sýna endurskinið af þessu mikla guðlega orði í voru eigin lífi, sýna það, að oss sé alvara að reyna að lifa eftir þvi eins og það er og gefast því á vald. Því að þá berum vér jafnframt vitni um það, að orð Jesú Ivrists séu ung og ný eins og augabragðið, sem er að líða, voldugt þróttmikið líf og hann sjálfur veru- leikinn dýrlegi, ljós heimsins, er öll birla sé frá. Og þann vitnisburð mun samtíð vor laka gildan. Hann er fult svar við spurningu hennar, einkum æskunnar, sem er raunsæ og hreinskilin. Það er svo dásamlega einfalt þetta. Þótt játningar kirkjunnar liyrfu oss, helgisiðir og trúfræðikenningar —- alt nema Jesús Kristur, mynd hans, eins og Ritningin heldur henni á lofti, hann sjálfur nú í dýrðinni á himn- um og á jörðu í anda með lærisveinum sínum, — þá væri leiðsagan örugg. „Hver, sem lieyrir orð mín og breytir eftir þeim“, hann stefnir rétt. Enginn þarf að vera i vafa um stefnuna inn á framtíðarlöndin —Kristsleið- ina. Jesús bendir. Og hann hjálpar kristni sinni í áttina þrátt fyrir veikleika vora og ófullkomleika, hrösun og fall, er vér biðjum: „Slyð þú minn fót. Þótt fetin nái skamt, ég feginn verð, ef áfram miðar samt“.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.