Kirkjuritið - 01.10.1938, Blaðsíða 22

Kirkjuritið - 01.10.1938, Blaðsíða 22
352 Friðrik .1. Rafnar: Október. í lians höndum er valdið á vali prestakennara og þrif- um guðfræðideildarinnar yfirleitt, eins og undanfarandi dócentmál er þegar búið að sýna. Þetla snertir nú kenslu- málaráðherrann. En annað er þó eftirtektarverðara. Það er það, að til æðsta embættismanns allra kirkjumála landsins, kirkjumálaráðherra, getur valist sá maður, sem væri fullkominn andstæðingur kirkjunnar. Mér er ekki vitanlegt, að finnanlegur sé neinn lagabókstafur sem tryggi það, að kirkjumálaráðberrann þurfi að vera þjóðkirkjumaður. Sá sem allra íslendinga mun vera kirkjuréttarfróðastur, Einar liæstaréttardómari Arnórs- son, telur allan vafa á því að svo þurfi að vera. (Sjá Kirkjurétt E. A. bls. 21). Að vísu telur E. A., að ráðherr- ann þurfi að vinna eið að stjórnarskránni, en það getur hann gert, ef liann aðeins telur sig hafa einhverja guðs- trú. Af þessu er ljóst, að æðstu vfirráð allra kirkju- og kenslumála í landinu, geta, eftir núgildandi löggjöf, komist á hendur þeirra manna, sem ekki eru þjóðkirkju- menn. Og þó þeir væru það að nafninu til, geta í þær stöður valist þeir menn, sem væru gersamlega áhuga- lausir um kirkjunnar hag', eða væru lienni jafnvel óvin- veittir. Og eins og' nú er ástatt um íslenzkt stjórnmálalíf, er ekki tilefnislaust að gera sér grein fyrir, hvar slíkt get- ur lent. Hættan er yfirvofandi, að æðstu yfirráð kirkj- unnar geta með öllu komist á hendur þeirra manna, sem aðeins nota þau völd pólitískum hagsmunum sín- um til framdráttar, án nokkurs tillits til velferðar kristni- lífsins meðal þjóðarinnar. Meðferð dócentsmálsins gef- ur einmitt bendingu um, livers vænta mætti í fleiri efn- um. Eitt af því, sem dócentsmálið befir vakið upp í hugum einstöku manna, er það, hvort ekki væri kominn tími til að atliuga um möguleika á skilnaði ríkis og kirkju. Um það mál hefir ekki látið liátt síðustu árin, en slíkir at- burðir eins og dócentsmálið hljóta að verða til þess, að

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.