Kirkjuritið - 01.10.1938, Blaðsíða 38

Kirkjuritið - 01.10.1938, Blaðsíða 38
368 Innlendar fréttir. Október. í andlegum efnum og þjóðlegum. Hin kaþólska kirkja brá nú í fyrsta sinn út af fastri venju og fylgdi á fagran hátt þessari há- lútersku konu til grafar. Hún lét hinar miklu klukkur sínar kvcðja hiina, og bar hljóm þeirra vítt yfir í hinni alvöruþrungnu þögn, er þá ríkti í höfuðstað landsins. Það kom í Ijós, hve fórnfús hugur sameinar. Því varð kveðju- stundin sem talandi túlkun niðurlagskaflans í einni bók hennar um það, að kærleikurinn sigrar. Þ. Br. INNLENDAR FRETTIR. Aðalfundur Hallgrímsdeildar var haldinn á Akranesi 26.—28. ágúst s. 1. Fundinn sóttu 11 prestar og dr. med. Árni Árnason og Ólafur B. Björnsson kirkju- ráðsmaður. Jón Steingrímsson sýslumaður sat og nokkurn hlutii fundárins og tók þátt í umræðum. Aðalmál fundarins var: Sjúlfstæði kirkjunnar. Nefnd sú er kosin hafði verið í málinu skilaði áliti sínu. Voru tillögur henn- a'r samþyktar með nokkurum breytingum. Var skýrt frá þeim á aðalfundi Prestafélagsins og hnigu þær í svipaða átt sem þær tillögur, er framsögumaður málsins þar bar fram. Þá voru ræddar og samþyktar tillögur um messuskifti og fyrir- lestrahald í framhaldsskólunum á deildarsvæðinu, svo sem að undanförnu. Fundir féllu að mestu niður laugardaginn 27. ágúsi, með þvi að prestarnir fóru um morguninn til Reykjavikur til að vera við jarðarför frú Guðrúnar Lárusdóttur. Flutt voru erindi og guðsþjónustur í Akraneskirkju öll kvöldin. En sunnudaginn 28. ágúst messuðu aðkomuprestarnir á öllum kirkjunum utan Skarðsheiðar og þjónuðu tveir saman, annar í stól, en hinn fyrir altari. í síðustu messunni á Akrancsi voru fundarmenn ásamt allmörgu safnaðarfólki til altaris. En að lok- inni guðsþjónustu áttu prestar, sóknarnefnd og fleiri með sér samfund og var honum eftir fjörugar samræður slitið með söng og bæn á miðnætti. Þorsteinn Driem. Aðalfundur Prestafélags Vestfjarða var haldinn að Suðureyri í Súgandafirði 0. og 7. sept. Hófst hann með guðsþjónustu í nýju kirkjunni. Séra Þorsteinn Jóhannesson prédikaði, en séra Sigurgeir Sigurðsson prófastur þjónaði fyrir altari. Aðalmál fundarins var: Foreldrar og börn, og hafði séra Jón Jakobsson framsögu. Auk hans fluttu þeir erindi séra Einar

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.