Kirkjuritið - 01.10.1938, Blaðsíða 5

Kirkjuritið - 01.10.1938, Blaðsíða 5
KirkjuritiíS. Næsti áfanginn. 335 tekið á leiðsögu hennar nema því aðeins, að vér sjálí' höldum friðinum og forðumst það, að verða sjálfum oss sundurþykk. Ef til vill ætla sumir, að sá friður og sam- l}Tndi verði á kostnað hreinskilninnar og sannleikans. En í þeim efnum er ekkert að óttast. Því að eining og eindrægni getur ríkt, þótt skoðanir manna séu ekki ná- kvæmlega hinar sömu, og sérhver haldi sannfæringu í huga sínum. Þess er ekki að vænta, að minni hyggju, að ein hjörð verði nokkurn tíma í þeim skilningi, að allir hugsi eins og álykti. Auðlegð lífsins og fjölbreytni er miklu meiri en svo. Höfundur þess lætur jafnvel ekki tvö laufblöð vera nákvæmlega eins i öllum skógum jarð- arinnar. Þessi undursamlega fjölbreytni er náðargjöf frá honum og á vafalaust að verða mannlífinu til þroska og blessunar. Guð hefir kallað oss til frelsis, einnig í hugsun og trúarlífi. Vér getum vaxið og þroskasl hvert á sinn hátt, þótt stefna kristni vorar og kirkju sé i insta eðli sínu ein og hin sama. En það er þó vissulega ekki nóg að segja, að stefna vor allra eigi að vera ein og hin sama. Einingarslefna er að vísu fagurt orð, en það lýsir þó ekki öðru en því, að vér eigum að verða samferða. Fyrir því getum vér auðvitað valið oss ramskakka leið og lent á refilstigum. Einingin verður að vera um það, sem tryggir jafnframt i'étta stefnu. Og það er aðeins eitt, sem megnar það og vér megum aldrei víkja frá, svo framarlega sem vér viljum með réttu teljast til kristni og kirkju. Það er trú- in á Jesú Krist, krossfestan og upprisinn, Guðs son, sem faðir hans og vor allra birtist i, trú, sem lætur sér ekki 'iægja varajátningu, heldur leitast við af einlægni og í bænaranda að breyta eftir heilógum boðum hans og lífi. Þá horfir rétt. Þá verður stefnan bein, jákvæð stefna, ef ég má orða það svo. En það hefir hún ekki verið á liðnum árum allskostar, meðan götvirnar hafa verið aðskildar. Þess sem neikvætt var gætti um of. Fylgismenn „nýju guðfræðinnar" lögðu

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.