Kirkjuritið - 01.10.1938, Blaðsíða 28
358
Kirkjuþing Ev. lút. kirkjufélagsins. Október.
níennings á störfum þingsins. Sókn var ágæt, prestar og
erindrekar alls 65, og svo fylti heimafólk safnaðanna
kirkjurnar við guðsþjónuslur og erindaflutning.
Forseti kirkjufélagsins er séra Kristinn Ólafsson,
prestur í Seattle í Wasliingtonfylki í Bandaríkjunum.
í ársskýrslu sinni hendir hann m. a. á það, liver sé aðal-
þrösknldur í vegi þess, að almenn samvinna geti átt sér
stað milli Evangelisk-lúterska kirkjufélagsins og Sam-
hands kirkjufélagsins, en það er samhand hins síðar-
nefnda við Ameriean Unitarian Association. Kveður hann
þá sýnu nær um samvinnu kirkjufélaganna, ef því sam-
handi væri slitið.
Ýms merk mál lágu fyrir þinginu: 1. Heimatrúboð og
prestsþjónusta. 2. Erlent trúhoð. 3. Útgáfumál. 4. Betel
(gamalmennahælið). 5. Ungmennastarfið. 6. Ivristileg
uppfræðsla. 7. Mannfélagsmál og kirkjan. 8. Útvarp á
íslenzkum messum. 9. Lagabreytingar.
Um erlenda trúhoðið flutti framsöguræðu séra Okta-
víus Þorláksson krislnihoði frá Japan, og þykir vera gró-
andi í starfi Iians austur þar.
Ungmennastarfið eflist einnig, og mun það að tölu-
verðu leyti að þakka ungmennamótum, sem lialdin liafa
verið. Eilt slíkt mót var í Argjde í sambandi við kirkju-
þingið. Þá er í ráði að koma á námskeiði fyrir snnnu-
dagaskólakennara.
Gegn vínnautn og ofdrykkju voru gerðar samþyktir,
enda ekki vanþörf á, því að hvergi er drykkjuskapur
jafn ofboðslegur og i Ameríku.
Minningarguðsþjónusta um dr. Björn B. Jónsson fór
fram á snnnndagskvöldið 19. júní, afmælisdag séra Bjarn-
ar. Séra Kristinn Ólafsson og séra Guttormur Guttornis-
son fluttu minningarerindi. Svo var stofnaður „Minn-
ingarsjóður dr. Björns B. Jónssonar“ til eflingar starfi
kirkjufélagsins.
Kirkjuþingið virðist að öllu leyti hafa farið fram hið
hezta.