Kirkjuritið - 01.10.1938, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.10.1938, Blaðsíða 42
372 Erlendar fréttir. Október. játning. Hún er um „aldamótaguðfræðinga" og játningu þeirra á trúarskoSuri sinni: „ijeir játa hana með vörunum, trúna á kærleiksríkan Guð, til- veru eftir þetta líf, óendanlega þroskunafmöguleika mannsins, fegurð vorsins og alt þetta nauSaómerkilega orðskrúS heyrum við frá vörum þeirra." Má vera, að þeir Bjarmaritstjórar hafi heyrt „aldamótaguðfræð- inga" játa trú sína á fegurð vorsins, en þó vil ég leyfa mér að efast mikillega um það. A. m. k. hefi ég aldrei heyrt það. Á hitt, sem nefnt er, játa þessir guðfræðingar vissulega trú sína: Kær- Ieiksríkan föður, tilveru eftir þetta líf og óendanlega þroskunar- möguleika mannsins, og þeir styðja þá trú sína við ljós og ótví- ræð orð Jesú Krists sjálfs. Samkvæmt keriningu hans eru þetta höfuðatriði kristindómsins. Og svo nefna Bjarma-ritstjórarnir játningu trúarinnar á þau nauðaómerkilegt orðskrúð. Ég bar þessi orS þeirra undir einn af kirkjuleiðtogunum, sem þeir meta hvað mest og telja sér, og varð honum ekki annað að orði en þetta: „Nú, þetta er bara vitleysa." Og er það í raun og veru það góðgjarnlegasta, sem unt er um þetta að segja. Eina hugsanlega afsökunin í'yrir þessa ungu menn er sú, að þeir sjái ekki fyrir blindu ofstæki, hvað þeir skrifa. Þess væri mjög óskandi, að þeir vildu temja sér að hugsa áður en þeir taka pennann, og mætti þá svo fara, að hjáróma rödd- unum fækkaði aftur. Á. G. Minningargreinar um séra Bjarna Þorsteinsson og séra Gísla Einarsson birtast síðar hér í ritinu. Leiðrétting. í síðasla (7.) hefti Kirkjuritsins þ. á. hafa slæðst inn 2 villur í frásögninni af samþyktum og atkvæðagreiðslu á Hinum al- menna kirkjufundi. Á bls. 307 ofarlega, álti í stað orðanna: „í b-lið komi" (og út setninguna) að standa: í b-lið bætist inn í eftir orðin „fyrir þvi": „Að barnakensla verði falin trúuðum kennurum og".... (Þessi br.till. var af fundar%tjóra lýst samþykt með 35 atkv. gegn 33., en þar á móti hélst óbreytt orðalagið „völdum sérkennurum" i kristindómsfræðshinni.) Á bls. 309 (Um innheimtu kirkjugjalda.) Tillagan var ekki sjálf samþykt á fundinum, en hins vegar samþykt í einu hljóði að visa henni til Kirkjuráðs til frekari athugunar. — Eru lesendur Kirkjuritsins og kirkjufundarmenn beðnir vel- virðingar á þessum misgáningi.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.