Kirkjuritið - 01.10.1938, Blaðsíða 32
362
Aðalfundur Prestafélags íslands.
Október.
þarf hún að verka á það, gera þjóðfélagið kristið, og þar með full-
trúasamkomuna og stjórnina. En takist henni það ekki, þá er
henni lika betra að athuga tilverurétt sinn í slíku þjóðfélagi.
Ég vil setja fram nokkur atriði til þess að ræða:
1. Kirkjan á að hafa fullkominn tillögurétt um öll sín mál, full-
komið málfrelsi, aðgang að öllum stjórnarvöldum og tæki til
þess að tala sínu máli hvar sem er.
2. Hún á að ráða ákveðnum málum alveg, t. d. um guðsþjónustur
og starfið sjálft, enda hefir hún fengið það að nokkuru.
3. Hún á að hafa nokkura fjárliæð til eigin ráðstöfunar.
4. Hún á að fá kirkjuþing, kosna fultrúasamkomu, presta og'
leikmanna, er hafi sumpart löggefandi vald og sumpart ráð-
gefandi og ráðstafi fé kirkjunnar. í sambandi við synódus á
kirkjuþingið að geta löggefið um ýmis atriði. Kirkjuþing á
að búa frumvörp öll um kirkjuleg málefni undir Alþing.
5. Gera þarf tillögur um fyrirkomulag kirkjuþings, og ætti
nefnd að athuga það.
Ég álít, að litið þýði að vera með fjarlægar hugmyndir um
sjálfstæði kirkjunnar, heldur eigi að líta sér nær og athuga,
hvaða skref á fyrst að stíga. Ég er ekki i vafa um það: Það er
krafan um kirkjuþing.
Ég vil nefna sem dæmi ráðgefandi þingið frá 1845. Það var
ómetanlegt spor. Því að bæði undirbjó það og kom í gegn
fjölda ágætra laga. Og það var spor í áttina til fullkomins lög-
gjafarþings. Vel skipað kirkjuþing, sem gerði viturlegar tillögur,
myndi flestu koma fram með þolinmæði og festu.“
Að erindinu loknu urðu allmiklar umræður um málið, m. a.
skýrði séra Þorsteinn Briem prófastur frá niðurstöðum, er þeir
höfðu komist að Hallgrímsdeildarmenn, með heiðursfélaga sinn
dr. Árna Árnason í fararbroddi. Þá var samþykt með öllum
greiddum atkvæðum þessi tillaga:
„Fundurinn samþykkir að kjósa 5 manna nefnd til þess að
taka sjálfstæði kirkjunnar til gagngerðrar meðferðar og undir-
búa tillögur um jjað efni í samráði við kirkjuráð og Prestafé-
lagsstjórn“.
Þessir menn voru kosnir í nefndina: Ásmundur Guðmundsson,
séra Guðmundur Einarsson, Magnús Jónsson, séra Sveinbjörn
Högnason og séra þorsteinn Briem.
^ Séra Gísli Skúlason hafði framsögu um codex
ethicus presta, og tóku síðan margir til máls.
et icus pres a yoru ag lokum kosnir þrír menn til þess að
endurskoða codex ethicus presta og leggja tillögur sínar fyrir