Kirkjuritið - 01.10.1938, Blaðsíða 9

Kirkjuritið - 01.10.1938, Blaðsíða 9
Kirkjuritið. Næsti áfanginn. 339 Síðan er barnakennurum og prestum ætlað að taka að sér með foreldrunum Irúaruppeldi barnanna. Það getur því aðeins blessast, að náin samvinna verði milli þessara stétta. Prestarnir hafa þegar rétt fram bróður- hönd til hennar af fullri einlægni og höndin er enn fram rétt. Skilningur kennarastéttarinnar virðist einnig nú á allra síðustu tímum f ara vaxandi á nauðsyn samvinn- unnar og gildi kristilegs trúaruppeldis. Beztu menn hennar vinna víða um land í kyrþey hið ágætasta starf fyrir kristni og kirkju, og sömu vormerkin má einnig finna opinberlega, í útvarpi, blöðum og tímaritum. 1 riti stéttarinnar birtist t. d. nýlega forystugrein, þar sem því er haldið fram, að sá kennari einn, sem beri lotn- ingu fja-ir og geti hrifist af mætum trúarinnar, sé fær um að kenna börnum kristin fræði, en skilningslaus og áhugalaus alls óhæfur, og hlutlaus fræðsla gagnstæð sál- fræði og uppeldisfræði nútímans. Hinn frjálsi nútíma- skóli eigi að hugleiða vandlega, hvort slík fræðsla verði ekki í langflestum tilfellum ömurlegur útburður bók- skólans, ef glæðing trúarlifsins falli með öllu niður. Ráðið til þess að bæta kristindómsfræðsluna við stærri barnaskólana, svo að hún veki og glæði trúarlíf barn- anna, sé að fela hana sérstökum kennurum vel vöxnum því starfi. Ennfremur eiga þau kennaraefni, sem finna lijá sér köllun til kristindómsfræðslu að stunda þessi fræði sem höfuðnámsgrein og njóta sérstakrar fræðslu, m. a. hjá guðfræðideild Háskólans. Við smærri skóla, sveita og kauptúna, sé vænlegast að leita aðstoðar sókn- arprestsins, ef svo illa takist til, að einkakennarann bresti bæði þroska og vilja til að annast kristindóms- fræðsluna. Þessar viturlegu og hófsamlegu tillögur í málgagni kennarastéttarinnar fara að minni hyggju al- veg í rétta átt. Og f ái þær byr meðal kennara alment, sem ég vona að verði með vaxandi þroska og mentun, þá mun ekki liða á löngu, unz "kirkjan eignast úr flokki þeirra einvala lið, og prestar og kennarar starfa hlið við

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.