Kirkjuritið - 01.10.1938, Blaðsíða 18

Kirkjuritið - 01.10.1938, Blaðsíða 18
Friðrik J. Rafnar: Októbcr. 348 vinstri kinninni aíS, ef maður er sleginn á þá liægri, þá er þar talað til manns persónulega, en það á ekki við, ef gengið er á lilul Iieilagrar stofnunar. Enda tók sjálfur frelsarinn sér svipu í hönd og hreinsaði musterið, þegar honum fanst tilefni til þess. Þegar kirkjunnar rétt er að verja, komumst við ekki hjá þeirri skvldu, að hreyfa að minsta kosti mótmælum, þó þau ef til vill nái ekki til- ætluðum tilgangi eða árangri. Dócentsmálið er alþjóð svo kunnugt að efni til, að þarflaust er að fara að rekja það nákvæmlega hér, enda skal það ekki gert nema í aðaldráttum þess og til þeirrar skýringar, sem ekki verður hjá komist vegna þeirra, sem ef til vill hafa ekki fvlgst þar alveg með. Þegar Sigurður próf. Sivertsen sagði af sér kenslu við guðfræðideild Iláskólans, var þegar ljóst, að ráða þurfti mann i hans stað. Ráðning sú heyrir, að veitingunni til, undir kenslumálaráðherra, en lög Háskólans mæla svo fyrir, að leita skuli ráðherrann umsagnar þeirrar liá- skóladeildar, sem ráða skal nýjan kennara að. Virðist einsætt, að löggjafinn hafi með ákvæði þessu ætlasl til, og undirskilið, að ráðherra sá, er í lilut ætti, aflaði sér umsagnar og lillagna þeirra deildarkennaranna með það eitt fyrir augum, að tillit yrði tekið til þeirra við veitingu embættisins. Nú hafði það horist út, og var alment trúað, að em- hælti próf. Sivertsens væri á hærri stöðum ætlað ákveðn- um manni, sem kennarar guðfræðideildar voru ekki tald- ir líklegir lil að mæla með að óreyndu. Til þess að sja við þessmn væntanlega leik kenslumálaráðherra, gat guðfræðideildin gripið til þess ráðs, sem ætla hefði mátt, að væri einhlítt til þess, að deildin fengi aðeins þann mann til kenslunnar, sem hæfur yrði álitinn. Ráðið vai' ])að, að efna til samkepni um emhættið. Fordæmi uni slíkt lágu fvrir, enda heimilað i reglugerð Háskólans. Slik samkepni fór fram, þegar Magnús próf. Jónsson tók við kennaraemhætti i guðfræðideild, og Árni próf. Páls-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.