Kirkjuritið - 01.10.1938, Blaðsíða 25

Kirkjuritið - 01.10.1938, Blaðsíða 25
Kirkjuritið. Kirkjan og dósentsmálið. 355 ræðis. Konungur og ríkisstjórn hlýtur þvi aðeins að skoðast að hafa haft umboð þessara eigna, en ekki eign- arhald á þeim. Og með þessum skilningi og með tilliti til þess, sem landsmenn greiða árlega í afgjöld kirkju- eigna og prestsgjöld, mun vafamál, hvort íslenzka þjóð- kirkjan er ekki öllu heldur gróðafyrirtæki ríkissjóðs fremur en fjárhagslegur baggi. En út i þetta skal ekki frekar farið hér. Ég vildi aðeins sýna fram á, að eins og nú horfir við, er kirkjan alveg eins fjárhagslega ósjálfstæð gagnvart rikinu, og verður undir þess náð að sækja hvern eyri sér til framfærslu, eins og hún er undirgefin ríkisvaldinu hvað embættis- veitingar snertir. Því til eru þeir lögfræðingar, sem jafn- vel ganga svo langt, að þeir skoða prestskosningalögin ekki fullan rétt til handa söfnuðunum, heldur aðeins ráðgefandi rétt, sem ráðherra sé ekki skilyrðislaust bundinn við að fara eftir, enda þótt kosning sé lögleg, sem kallað er. Þessar hugleiðingar finst mönnum nú ef til vill að lítið komi því máli við, sem hér liggur fyi"ir að ræða. En ég skoða nú einmitt hættuna, sem af dócentsmálinu stafar, liggja þarna. I þessu máli er ekki, frá mínu sjónarmiði, mest um það vert, hvort Sigurður Einarsson eða Björn Magnússon eru dócentar við guðfræðideild Háskólans. Um það eru vitanlega skiftar skoðanir. Það eru til þeir menn, sem álíta kristnilíf þjóðarinnar fult eins vel borg- ið með S. E. sem kennara prestaefna, eins og B. M. Það yrði sjálfsagt vandfundinn sá maður, sem allir sættu sig við, og ekki þætti annaðhvort of íhaldssamur eða of frjálslyndur. Hættan, sem af þessu máli stafar, er það, hve óræk sönnun það er fyrir því, hvað islenska þjóð- kirkjan er i raun og veru gersamlega máttvana i hönd- um ríkisvaldsins, þar sem bæði veitingarvald embætt- anna og yfirstjórn fjármálanna er með lögum falin þeim mönnum, sem ekki er minsta trygging fyrir að hafi einu sinni samúð með kirkjunni eða vilji hennar hag

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.