Kirkjuritið - 01.10.1938, Blaðsíða 34

Kirkjuritið - 01.10.1938, Blaðsíða 34
364 Þorsteinn Briem: Október. er frú Guðrún Lárusdóttir druknaði, ásamt tveim dætrum sínum. Er Kirkjuritinu skylt að minnast hennar. Því að þótt Guðrún léti mörg mál til sín taka, þá bar jafnan tvö málefni yfir, trú- málin og mannúðarmálin. Þessi tvö mál voru raunar EITT í huga hennar — kristindóm- urinn. Kristindómurinn var henni súrdeigið, sem gat breytt og um- skapað, og átti að umskapa og hafa sín áhrif á alt. einstakling- inn, heimilið og alt félagslíf og þjóðlíf. Höfuðmáli hjarta síns, kristindóminum, vildi hún helga hina fjölþættu hæfileika sína, hvort sem hún vann að heimilis- og móðurstörfum eða ritstörfum, að félagsstarfi eða þjóðmála, eða sem ráðunautur og hjálparmaður þess mikla fjölda fólks, sem hennar leitaði í margvíslegum einkamálum. I mínum augum ber hið síðasttalda hæzt. Næstum óskiljanlegt, hvernig hún með fult hús barna og hið yngsta oftast á brjósti, hafði tíma til að sinna öllum. Því að úrlausnir hénnar voru eng- ar skyndiafgreiðslur. Marga þurfti oft að finna til þess að einn fengi lausn vandamála sinna, hvort heldur var atvinna, hús- næði, aðstoð handa sjúkum eða björg fyrir fátækt heimili. Margar þurftu konufnar að leita hennar. Ekki aðeins þaðan, sem fátæktin svarf að sárast, heldur og konur drykkju- og óreiðu- manna, ekkjur, gamalmenni og aðrir einstæðingar, sem til fárra fengu sótt ráð eða aðstoð. Til hennar var og komið með þau mál- in, sem fæstir fá talað um við menn. Til hennar var komið með hinar þyngstu móðuráhyggjur. Til hennar komu vonbrotnar sálir með hugstríð sitt, bæði í trúarefnum og út af margvíslegu heimil- isböli og harmleik ástalífsins. Eg ætla, að vart hafi nokkur maður með þjóð vorri leyst af hendi jafn margþætt og vandamikið skriftaföðurstarf sem hún. Og sé þess gætt, að vart mun nokkurt starf útheimta jafn full- þroska trú, trausta skapgerð, næman skilning og innsýn kærleik- ans, sami'ara gætni, hyggindum og VÍSDÓMI, þá skilst oss ef til vill hver kona Guðrún Lárusdóttir var. Þvílíkt traust öðlast eng- inn, sem ekki á traust skilið. I þessu kyrláta kærleiksstarfi mun trúarávöxt hennar bera hæst. En út frá því starfi vaxa svo þær tvær starfsgreinar, sem hún varð þjóðkunnust af, ritstörfin og þjóðmálastörfin. Fyrstu lög um kjörgengi kvenna í sveitar- og bæjarstjórnir lögðu konum eigi þá skyldu á herðar að taka kjöri, nema þær sjálfar væru því samþykkar. Var sú undanþága gerð heimilunum tilverndar, er barnamæður áttu í hlut.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.