Kirkjuritið - 01.10.1938, Blaðsíða 36

Kirkjuritið - 01.10.1938, Blaðsíða 36
366 Þorsteinn Briem: Október. síðan skipuð fátækrafulltrúi, og loks framfærslufulltrúi og gegndi hún því starfi til dauðadags. Við þessi störf varð henni enn betur ljóst, hve löggjöf vor í mannúðarmálunum er skamt á veg komin. Vegna þeirra mála gaf hún því kost á sér til landlcjörs 1930 og átti sæti á þingi upp frá því. Þar hefir hún borið mannúðarmálin sérstaklega fyrir brjósti. Á þingi tók hún meðal annars að sér það mál. sem prestarnir höfðu einkum beitt sér fyrir og flutti þar margsinnis frumvarp um heimili fyrir vangæf börn og vanrækt. Og þótt frumvarp henn- ar hafi eigi enn orðið að lögum, hefir þó fengist styrkur bæði til þess hælis, sem prestarnir hafa staðið að, og til dagheimila fyrir börn, þar sem brýnust er þörfin í kaupstöðunum. Svo er um mörg þau mannúðarmál, sem Guðrún flutti á þingi, að viðurkenningin hefir áunnist. Og merkið stendur þó maður- inn falli. Sem vænta mátti hefir kirkjan eigi átt einlægari vin á þingi en Guðrúnu. Studdi hún mjög að framgangi kirkjumálanefndarfrumvarpanna 1931. Og 1933 flutti hún í samráði við þann, er þetta ritar, breyt- ingartillögu um prestakallasjóðinn, er mörgu góðu hefir til vegar komið, þó síðar væri af klipið. Eitt af kirkjulegum áhugamálum hennar var endurreisn Þing- vallaprestakalls. Heyrði ég hana aldrei tala betur á þingi, en í því máli, þó engu yrði áorkað. Þau nánu kynni, sem Guðrún fékk á högum fólks, knúðu hana oft til að taka pennann. Því að margar umbætur vildi hún styðja, bæði í ræðu og riti, og svo létt var henni um að rita, að segja mátti að penninn léki henni í höndum. Kyrlátt kærleiksstarf hennar veitti henni og margháttaða reynslu og mannlífsþekkingu. Sú þekking var henni bæði stoð og hvöt til að halda áfram skáldsagnaritun sinni, er hún hafði ung byrjað. Ritaði hún þrjár stórar skáldsögur prentaðar, en sú fjórða er í prentun. Þá eru eftir hana a. m. k. níu styttri sögur og smásagna- hefti, auk fjölda smásagna, er birtust í blöðum hér og erlendis. Ein bók hennar hefir komið út á dönsku og í sumar hefir stórt þýzkt bókaforlag boðist til að gefa út bækur hennar. Hún hefir og þýtt eða endursamið nokkurar erlendar bækur og er „Tómas frændi“ þeirra kunnastur. í ritum Guðrúnar er sem klukknahljómur í lofti, enda fylgdi hún þar reglu Páls í II. Kor. 10.5 að hertaka hverja hugsun til hlýðni við Krist. Hún skrifaði eigi til þess eins að skrifa, heldur

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.