Kirkjuritið - 01.10.1938, Blaðsíða 29

Kirkjuritið - 01.10.1938, Blaðsíða 29
Kirkjuritið. Aðalfundur Prestafélags íslands. 359 Uin þing Sambandskirkjufélagsins á þessu ári hafa Kirkjuritinu enn engar fréttir borist. Eflaust myndi kirkjufélögunum báðum stvrkur að því, að þau sameinuðust með einhverjum liætti móðurkirkj- unni hér heima og réttu hvort öðru hróðurhönd lil sam- starfs. Og okkur Islendingum austan liafs yrði það einnig andlegur gróði. AÐALFUNDUR PRESTAFÉLAGS ÍSLANDS. Fundarsókn Fundarhöldin Aðalfundur Prestafélags íslands var haldinn í Þrastalundi 2 siðustu daga ágústmánaðar. Kom allur þorri fundarmanna kvöldið fyrir úr Reykjavík, eða frá Múlakoti í Fljótshlíð, af fundi Presta- félagsdeildar Suðurlands; en þá var orðið svo áliðið kvöldsins, að ekki vanst tími til annars en að kjósa dagskrárnefnd og semja dagskrá fyrir fundinn. Fundinn sólti 22 prestar og prófastar, 2 guð- fræðiprófessorar og 1 guðfræðikandidat. Enn- fremur var gestur fundarins Ólafur Ólafsson kristniboði. Þrjár prestskonur komu á fundinn. Formaður félagsins, Ásmundur Guðmundsson, setti fundinn. En fundarstjórar voru séra Gísli Skúlason, séra Ásgeir Ásgeirsson og séra Hálfdan Helgason, og fundarritarar séra Magnús Guðmundsson og séra Einar Guðna- son. Við kvöldbænir og morgunbænir töluðu þeir séra Magnús Guðmundsson, Ásmundur Guðmundsson, séra Þorsteinn Briem og séra Jón Guðnason. sjk- . .... Formaður gaf að lokinni fundarsetningu skýrslu ökyrsla urn storf ... u . um storf Prestafelagsstjornarinnar. Hafði °ÍT hag felagsins ,.. . ~ i stjornin unmð að allmorgum malum. I. Sum þeirra vörðuðu fjárhag presta. a. Má þar einkum tetja launabætur til handa yngri prestunum, sem urðu að lokum samþyktar á Alþingi 10. maí siðastliðinn. b. Ennfremur hefir verið leitast við að færa niður greiðslur Presta af eldri húsbyggingarlánum í samræmi við 19. grein laga nr. 63 frá 8. sept. 1931 um hýsing prestssetra. En sú grein er á þessa leið: >,Nú hefir reist verið eða endurbætt íbúðarhús á prestssetri eftir eldri lögum, fjárlögum eða stjórnarráðstöfunum, og er

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.