Kirkjuritið - 01.10.1938, Blaðsíða 39

Kirkjuritið - 01.10.1938, Blaðsíða 39
Kirkjuritið. Innlendar fréttir. 369 Sturlaugsson, séra Eirikur Eiríksson, Jónas Jónsson iþróttakenn- ari og séra Sigurgeir Sigurðsson. í fundarlok prédikaði séra Þor- grínmr Sigurðsson. Fundurinn var vel sóttur og þótti stórvið- burður í kauptúninu. Kirkjulegir fundir að Hvammstanga. Sunnudaginn 14. ág. s. 1. var héraðsfundur Húnavatnspró- fastsdæmis haldihn á Hvanunstanga. Jafnframt var fundur þessi skoðaður sem aðalfundur Guðbrandsdeildar Hólastiftis og mætti á honum fyrir hönd skagfirzkra presta séra Guðbrandur próf. Björnsson á Hofsós. Fiutti hann messu í Kirkjuhvammskirkju. Sameiginleg mál beggja fundanna voru: Kristindómurinn og æskan og dósentsmáliS svo kallaða. Um hið fyrtalda flutti séra Gunnar Árnason erindi að aflokinni messugerð. Clt af dósentsmálinu spunnust miklar uniræður. Lýstu þær yfirleitt mjög eiridreginni andúð fundarmanna gegn hinni ger- ræðisfullu og einstæðu veitingu dósentsembættsiiis. Komu fram nokkurar tillögur og var aðaltillagan, sem borin var fram af prófasti, samþykt nieð 15. atkv. gegn 1. Tillagan hljóðar þannig: „Héraðsfundur Húnavatnsprófastsdæmis, haldinn að Hvamms- tanga sunnudaginn 14. ágúst 1938, iýsir megnri andúð gegn veit- ingu dósentsembættisins síðastliðinn vetur, skorar á þing og stjórn, sjái hún sér ekki færa leið til að leysa núverandi dósent, Sigurð Einarsson, frá embætti sínu og veita það hæfum manni að dómi guðfræðideildar, að tryggja með löggjöf, að slíkt endur- taki sig ekki." lijörn Stefánsson. Séra Pétur T. Oddsson hefir nú fengið veitingu fyrir Hofsprestakalli í Álftafirði, að af- staðinni kosningu safnaðanna. Sigurbjórn Einarsson cand. theol. hefir verið settur prestur í Breiðabólstaðarprestakalli á Skógar- strönd frá 1. f. m. Hann var vigður i Dómkirkjunni af biskupi Iandsins 11. s. m. Biskupskosning stendur nú yfir, samkvæmt reglugjörð, er dóms- og kirkjumála- ráðuneytið hefir gefið út 12. ágúst. Kveður reglugjörðin nánar á um sumt það, sem er harla óljöst og vanhugsað í lögunum um biskupskosningu. Hver kjósandi skal rita á kjörseðil nöfn þeirra þriggja manna, er hann vill tilnefna sem biskupsefni. Telst sá, sem fyrstur er tilnefndur, hafa fengið heilt atkvæði, sá, sem til-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.