Kirkjuritið - 01.02.1940, Blaðsíða 4
42
Ásmundur Guðmundsson:
Febrúar.
Jesús sagði forðum um lærisveina sína. Því lengur sem
ég dvaldist eystra, því meir hvarf mér munurinn á kirkju-
deildunum.
A heimleiðinni frá Litlu-Asíu til Italíu voru enn
þrenn trúarhrögð á skipinu, og ein stofan á þiljum
var samkunda Gyðinga, og héldu þeir þar guðsþjón-
ustu á sabbatsdegi. Söngurinn ómaði um skipið. Á eftir
hafði ég orð á því við einn Gyðinginn, að mér þætti út-
gerðarfélag' sldpsins gott við þá, að láta þá hafa sam-
kundu út af fyrir sig, það ætti líka að láta okkur kristna
fólkið hafa kapellu, svo að við gætum komið þar saman
til tíða næsta morgun. Hann svaraði óðara orðum, sem
ég get ekki gleymt og komu mér til að roðna: „Þá þyrftu
kapellurnar að vera margar.“
H.
Það liefir verið eitllivert þyngsta höl kirkjunnar og
hlygðunarefni og er enn í dag, að hún skuli vera klofin.
klofin í kirkjudeildir, sem dylst það sumum hverjum, að
þær eru allar greinar á sama stofni. Við það liefir lamast
þróttur hennar og henni orðið um megn að leysa af hendi
hlutverk, sem henni er ætlað að vinna í heiminum.
Mörgum beztu sonum kirkjunnar hefir þó skilist þetta
og hjá þeim vaknað brennandi löngun til þess, að rættust
orð Jesú í æðstaprestsbæn Iians, að allir lærisveinar
hans mættu verða fullkomlega sameinaðir, allir eitl
og kirkjan í heild sinni líkami Krists. Og þegar á önd-
verðri öldinni, sem leið, var liafið starf, er að þvi
skyldi miða. Má þar fyrst og fremst nefna stofnun Brezka
Biblíufélagsins árið 1804. Það hefir unnið að útbreiðslu
Ritningarinnar í fjölmörgum löndum. Það befir ekki spurt
um trúarskoðanir kirkjudeildanna eða trúarflokkanna, en
orðið svo giftudrjúgt og sigursælt i starfi, að allar kirkju-
deildir Mótmælenda og ótal söfnuðir munu blessa það. Þá
var komið á „Evangelska bandalaginu“ árið 1846. 1 það
gekk fjöldi manna með harla sundurleitum trúarskoðun-