Kirkjuritið - 01.02.1940, Blaðsíða 20
58
Á. G.: Eining kirkjunnar.
Febrúar.
það mikils vert, að kirkjufélög annara þjóða viti, að Is-
land er nieð og vill gjöra skyldu sína eftir því sem kraftar
þess leyfa. Myndi samskonar gifta fylgja og talin er liljót-
ast af kristniboðsstarfi þjóðanna í heiðingjalöndunum,
gifta heima fyrir í því landi, sem trúboðana sendir. Hress-
andi, heilbrigður andi myndi glæðast í kirkjulífi voru við
hluttökuna í samstarfinu, og iians þörfnumst vér mjög
þegar í stað.
Því að eins og kirkja heimsins liefir eytt til ónýtis afli
sínu í einskisverðar deilur, þannig liefir það dregið úr
þrótti kirkju vorrar, að hræður liafa dæmt bræður og
talið sig eina þekkja guðsríkisveginn, en hina vaða í villu
og svíma. Þessvegna m. a. hefir liún ekki megnað að
verja þjóðina spillingu fremur en kirkjudeildirnar heim-
inn stríði. En það er einnig hér eitt, sem getur sameinað,
alveg eins og í þjóðaheiminum stóra: Trúin á Jesú Krist
sem frelsara og drottin. Alt annað má lijaðna niður og
liverfa. Aðeins ekki liann starfandi og stríðandi, kross-
festur og upprisinn, sonur Guðs. Þau geta átt við um hann
að því leyti, orð sálmaskáldsins hebreska:
„Hafi ég þig, liirði ég eigi um neitt á jörðu“.
I krafti hans ber að liugsa frjálst og djarft og snúa haki
við öllu, sem gagnstætt er anda hans, einnig því, er í Gamla
testamentinu stendur og liann sjálfur reis öndverður.
Frannni fyrir kærleiksanda lians verður allur smásmugu-
legur kritur um aukaatriði og vesaldómur að líða undir
lok. Þegar orð lians og andi lýsa á öllum vegum, þá má
sleppa bókstafnum. sem veldur svo oft sundrung og dauða.
Þegar Kristur er hirðir, á ekki að þurfa kvíar til þess að
skifta hjörðinni.
Gegn öflum eyðingar og dauða fer nú andi einingar um
kirkjufélögin — andi Jesú Krists. Svo framarlega sem
kirkja íslands vill í raun og sannleika vera kirkja lians,
má hún ekki standa gegn lionum. Þaðan mun henni koma
þróttur og lif, hlýr straumur verma á hættutímum kald-
ar strendur. Ásmundur Guðmundsson.