Kirkjuritið - 01.02.1940, Blaðsíða 6

Kirkjuritið - 01.02.1940, Blaðsíða 6
44 Ásmundur Guðmundsson: Febrúar. kaþólsku kirkjunni. En þó var flutt kveðja frá henni. Oddviti fundarins var foringi stúdentahreyfingar- innar John Mott. Feikna starf liafði verið int af höndum fyrir fundinn til þess að fá fulla vitneskju um trúboðið í heiðingjalöndunum, eins og það var rekið í raun og veru. Og það hafði komið í Ijós, að trúboðsfélögin myndu vinna tvöfalt gagn, ef þau störfuðu i sameiningu. Þetta varð fundarmönnum að sjálfsögðu máttug áskorun til þess að taka sem allra minst tillit til trúmálaágreinings heima fyrir við kristniboðið í heiðingjalöndunum og styðja hver- ir aðra, en liætta öllum ýfingum og andstöðu. Varð þessi áskorun því brýnni sem kvartanir hárust frá trúboðslönd- unum yfir því, að einna verslur Þrándur í Götu trúboðs- stavfsins væri sundurlyndið milli kirkjudeildanna, Á þinginu var það samþykt að skipa nefnd, sem héldi áfram starfi þess, og varð nefndin vísir að alþjóða trú- boðsráði. Hefir ráðinu síðan orðið allmikið ágengt, þótt við marga erfiðleika hafi verið að etja. Fleiri trúboðsþing liafa verið haldin í sama anda og Edínaborgarþingið, og eru merkust þeirra Jerúsalemþingið 1929 og Madrasþingið 1938. Þó er það annað enn meira og merkara, sem leiddi af Edínaborgarþinginu. III. Meðal fulltrúanna á Edínaborgarþinginu var biskup frá Vesturheimi, Charles Brent að nafni (1862—1929). Honum kom í hug, meðan á þinginu stóð, að kleift myndi að kalla saman alþjóða kirkjuþing til þess að ræða höfuðvandamál kristninnar, úr því að kirkjufélögin hefðu fengist til að senda fulltrúa sína til fundarhalda um kristni- boðið í heiðingjalöndunum. Hann vildi, að á þesskonar þingi yrðu „tráin og fyrirlcomuIagið“ (Faitli and Order) tekin til meðferðar, þ. e. a. s. ýmsar trúarkenningar kirkj- unnar og tilhögun. Vakti það fyrir honum, að með þeim hætti yrði nær um eining kirkjunnar og jafnvel að kirkjudeildirnar myndu

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.