Kirkjuritið - 01.02.1940, Blaðsíða 5
Kirkjuritið.
Eining kirkjunnar.
43
um og tók upp nána samvinnu sín á milli. Var barist af
eindrægni gegn skynsemistrú og efnishyggju, en ltlúð að
»vakningu“ og guðrækni. I samræmi við þetta varð „vakn-
inga“-starfið síðari hluta aldarinnar ekki einskorðað við
ákveðna trúarflokka eða kirkjudeild. Þannig hafa t. d. al-
heimsfjelögin unnið, K. F. U. M., K. F. U. K. og Knstilega
xtúdenta h re y f i ngin.
Alt hefir þetta greitt veginn fyrir nútímahugsjóninni,
uð vinna að sameiningu kirkjudeildanna. Sést það bezt á
því, að margir forvígismenn hennar hafa tekið þátt í
kristilegu stúdentahreyfingunni. Og þó er þetta nýja ein-
ingarstarf ekki beint áframhald af 19. aldar starfinu. Það
er sjálfstætt og að sumu runnið af öðrum rótum.
Neyðin og þörfin liafa knúð það áfram, og kemur margt
til greina. Kirkjudeildirnar keptu hver við aðra í trúboðs-
löndunum og spiltu þannig mjög fyrir áhrifunum af trú-
öoðinu. Heima fyrir var einnig klofning og deilur, ekki
nðeins milli kirkjudeilda, heldur einnig með trúarflokk-
11 m eða stofnununi innan sömu kirkjudeildar. Kirkjan stóð
' áðvana og magnþrota gagnvart mörgum vandamálum 19.
°g 20. aldarinnar, hæði siðferðismálum og félagsmálum.
^g svo kom heimsstyrjöldin 1914—18 og öll eymdin, sem
af henni leiddi, kirkja eins lands reis gegn kirkju annars
lands og grundvallarlög kristindómsins voru fótum troðin.
í þessum nauðum iiófst sameiningarstefnan. Ekki svo
®ð skilja, að hreyfingin sprytti fram skyndilega öll í einu,
iieldur tóku lindir að vella upp úr djúpunum hér og þar.
Þær jukust af eldri straumum, féllu svo saman og mörk-
oðu sér allar einn farveg.
Fyrst og fremst var trúboðsþingið mikla í Edínaborg
árið 1910. Það var engin nýjung í sjálfu sér, þvi að frum-
kvæðið að því var miklu eldra. En gildi þessa þings varð
'ojög mikið fvrir kirkjusöguna. Menn voru komnir saman
lil þess að gjöra sameiginlegar áætlanir um trúboðsstarfið
og ræða vandamál þess. Fulltrúar voru frá flestum kirkju-
félögum Mótmælenda — en engir frá rómversk-