Kirkjuritið - 01.02.1940, Blaðsíða 24
62 Ragnar Ásgeirsson: Febrúar.
annað slíkt, er minti á helgi staðarins. Þvi að nú koma
gestir árlega að Laugarvatni, sem nema hundruðum, og
Vígða laugin vekur mikla eftirtekt.
En hvað um „Reykjalaug í Syðra Reykjadal?“
Skyldi hún vera til enn? Til var hún, þegar Eggert Ólafs-
son og Bjarni Pálsson fóru þar um, á miðri 18. öld. Nefna
þeir hana Krosslaug eða Krosshað og segja svo frá henni:
Hún er í Lundareykjadal, sem til forna var nefndur Syðri
Reykjadalur; ofarlega, en þó í hygð, yfir hálfa aðra mílu
frá Lundarkirkju. Hún er við alfaraleið, hjá bóndabænum
Reykjum, og var því til forna nefnd Reykjalaug. Heima-
fólk og ferðamenn, sérstaklega þeir, sem fara til Al-
þingis, nota þetía bað. Hún er varla eins stór og Leirár-
laug, en hlaðin upp úr smásteinum á sama liátt, í holti
eða brekku. Vatnið er hreinna og' tærara en í Leirá og i
flestum öðrum laugum, liefir hvorki hragð né lykt og
telst þvi til Thermas aquæ simplicis puræ. Það er mátu-
lega Iieitt og verður ekki, þó einkennilegt sé, óhreint af
hveraslýi. Þetta ágæti Krossbaðsins dregur marga að, en
þó þykir ahnenningi enn meira vert um annað: Að Vestan-
menn voru þarna skírðir, þegar kristni var lþgtekin árið
1000, því að þeir Iiikuðu við að taka við skírn, sem var
mjög hátíðleg, í venjulegu, köldu vatni. Þannig var það
einnig um aðra landsins ibúa, og var því mestur hluti
þeirra skírður í heitu vatni i Laugardal, 4 mílur suðaustur
frá Alþingi. Þessi laug (Krosslaug) var þá áður vígð, sam-
kvæmt kirkjunnar lögum, og þar reistur kross, sem laugin
fékk nafn eftir. En þetta liefir orsakað þá hjátrú, að vatn-
inu fylgi yfirnáttúrlegur kraftur til lækningar veikindum.
Það fer liér einnig oft og mörgum sinnum eftir óskum
sjúklinganna, eins og maður veit um slíkar heilsulindir i
öðrum löndum.“
Böð eru holl og læknisdómur. Og ekki mun spilla, þó
að menn trúi á hin góðu áhrif, en landamerkin milli trúar
og hjátrúar þekki ég ekki. Máske er Krosslaug í Lunda-
reykjadal notuð enn i dag, þó að mér sé ekki um þáð kunn-