Kirkjuritið - 01.02.1940, Blaðsíða 36

Kirkjuritið - 01.02.1940, Blaðsíða 36
74 Pétur Oddsson: Febrúar. Æskilegt væri, að hver byrjaði á að þakka hið vel gerða, og fjöldinn islenzkra kennara á þær þakkir skilið. í öðru lagi er aðstöðumunurinn mikill. Finsku kenn- ararnir eiga margar hjálparlindir að ausa úr, sem íslenzkir kennarar liafa ekki átt né eiga kost á. Ég nefni til dæmis allskonar bókmentir, miðaðar við kenslu i kristnum fræðum, mynda- og kortabækur og handbækur sniðnar eflir löggiltum kensluhókum. Auk þess er úrval kenslubóka margfalt meira, og þar á meðal eru sumar kenslubækur, sem þykja standa einna fremst i sinni röð á öllum Norðurlöndum. Margt er því í rústum hjá okkur enn sem komið er, sem verkar sem styrkar stoðir i glæsilegri persónubygg- ingu Finna. Guðsríkið á að byggjast hið innra í mann- inum. Afstaða foreldra til námsgreinarinnar kemur og mikil- lega til greina: Afstaða barnsins til námsgreinarinnar mót- ast óhjákvæmilega að nokkuru leyti af afstöðu foreldr- anna, og því kveður liún nokkuð á um áhrifagetu náms- greinarinnar á barnið. En finsku foreldrarnir — finska þjóðarhjartað — má segja, slær heitt af trú og veitir þá líka lífi og þrótti inn í kristindómsfræðslu skólanna. Eins og annars staðar á Norðurlöndum er kristindóms- fræðslan frjáls. Og þó elcki sé um að ræða þjóðkirkju í Finnlandi, í nákvæmlega sömu merkingu og á liinum Norðurlöndunum, þá losnar kristindómsfræðslan við öll þau óþægindi, sem skapast af hinum ýmsu og mörgu sér- trúarflokkum í öðrum löndum. Sértrúarflokka gætir tæp- ast í Finnlandi. Um 96% af allri þjóðinni tilheyra hinni lútersku kirkju. Tvo hópa mætti þó nefna utan liennar. Annar er grísk- kaþólsku söfnuðirnir. Hinn er hópur þeirra, sem standa utan við allar kirkjudeildir. Þar sem nú trúbragðafræðslan í finskum skólum er játningarbundin, þá geta allir foreldrar, sem standa utan

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.