Kirkjuritið - 01.02.1940, Blaðsíða 16

Kirkjuritið - 01.02.1940, Blaðsíða 16
54 Ásmundur Guðmundsson: Febrúar. numi fá ráðið bót á núverandi ástandi. En það er ekki nóg að játa trú sína á fagnaðarerindið. Oss verður fyrst og fremst að vera ljóst sannarlegt gildi þess, svo að það fái blásið afli í hugarstefnur mannlífsins og hugsjónir. Kjarni fagnaðarerindisins breytist ekki. En hýðið, bún- ingurinn, sem það birtist í, mótast af kringumstæðunum, og um það skiftir, eftir því sem árin og aldirnar líða. Boðun þess og útlistun getur ekki verið eins á 20. öld og á 1. öld, á 4. öld, 10. eða 19. Hún hlýtur að endurnýjast eins og lífið sjálft.“ I anda þessarar ræðu voru þingstörfin unnin. Þeim var svo háltað, að þingmenn skiftust i deildir, og liafði liver deild sitt mál til ineðferðar og samdi um það álits- gjörð. Þessar álitsgjörðir voru hinar merkustu. Aðalmálin, er þær fjölluðu um, voru þau, sem hér segir: 1. Kirkjan og þjóðin. 2. Kirkjan og ríkið. 3. Afstaða kirkju, þjóðar og rikis til allsherjar félagsskipunar. 4. Afstaða kirkju, þjóðar og ríkis til uppeldismála. 5. Allslierjarkirkjan og þjóðirnar. Frá sumum þessum samþyktum hefir verið skýrt áður í Kirkjuritinu og frá hoðskap þeim, er það tók saman og sendi um heim allan. Að síðustu ræddu allar deildir um nauðsyn þess, að „lífs og starfs“ hreyfingin sameinaðist „trúar og fyrir- komulags“ hreyfingunni, og var 7 manna nefnd kosin til þess að vinna að sameiningunni. VIII. Lausanne-nefndin vann einnig gott starf, en átti innan fárra ára um sárt að binda eins og Stokkhólmsnefndin, því að hún missir oddvita sinn og ágætasta mann, Brent biskup, árið 1929. Þá tók við Temple erkihiskup af York, og hefði verið vandfundinn í skarðið betri maður. Samþyktir Lausanneþingsins höfðu verið sendar víðs- vegar um kristnina og svör borist aftur til nefndarinnar. Gekst hún nú fyrir því, að hréfaumræður hófust um málin og ýmsum guðfræðingum var falið að rita um þau. Þannig'

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.