Kirkjuritið - 01.02.1940, Blaðsíða 9

Kirkjuritið - 01.02.1940, Blaðsíða 9
Kirkjuritið. Eining kirkjunnar. 47 eftir vopnahléð. Það var undravert, að ekki skyldi alt fara út um þúfur. En kristilegur kærleiksandi réð því að lok- udi, að öllum þessliáttar kröfum var stungið undir stól °g öllum kristnum kirkjufélögum, undantekningarlaust, boðin þátttaka í kirkjuþingi í Stokkhólmi, þar sem yrðu fekin til meðferðar raunhæf hlutverk kristninnar og af- staða hennar til félagsmálanna. Hlutverk hinnar nefndarinnar var i reyndinni engu vandaminna. Fulltrúar frá 70 kirkjufélögum og 40 þjóð- um voru saman komnir, þar á meðal frá grísk-kaþólsku kirkjunni. Höfuðbiskupinn sjálfur í Konstantínópel hafði sent mjög vinsamlegt hréf. Mörg vandamál koniu upp, og allmikils ósamræmis gætti i skoðunum og hugsunarhætti. En að lokum urðu menn sammála um það að bjóða kirkju- félögunum að senda fulltrúa á stórt alþjóða kirkjuþing til þess að ræða um trú kirkjunnar og fyrirkomulag. Y. Fimm árum síðar var haldið allsherjar kirkjuþing til þess að ræða um líf og starf kirkjunnar. Það var Stokk- hólmsþingið fræga í ágústmánuði 1925, sem minti á kirkjuþingin mestu í fornöld. Kirkjuhöfðingjar komu ekki allfáir frá grísk-kaþólsku kirkjunni í Austurlöndum og settu austrænan svip á fundina. Vesturlieimsmenn voru niargir, og Brent biskup einn af þeim. Alls sóttu þingið Urn 600 manns, og voru meðal þeirra tveir frá Islandi, vígslubiskuparnir báðir, sem nú eru. Ferðalögin fram og aftur voru mörgum ærin þrekraun. En þó voru funda- köldin sjálf þekraunin mesta. Umræður fóru fram á þrem- 11 r tungumálum, og áttu ýmsir erfitt með að koma orðum að hugsunum sínum á þeim málum, og seingangur var á, er túlka þurfti að liafa. Vísast hefðu öll þessi fundahöld mistekist, ef ýmsir forystumenn kirkjunnar liefðu ekki komið saman nokkurum dögum fyr á herragörðum og biskupssetrum og undirhúið umræður um aðalmálin. Merkust var meðferð tveggja mála.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.