Kirkjuritið - 01.02.1940, Blaðsíða 25

Kirkjuritið - 01.02.1940, Blaðsíða 25
Kirkjúritið. R. Á.: Vigða laugin. 63 ugt og hafi ekki séð hennar getið. Það gerir ekki heldur neitt til, þó að ég viti ekkert um þetta, ef aðeins prestarnir vita það, því það er fyrst og fremst þeirra að vita um og vaka yfir því, sem kemur við sögu kristninnar í landinu og að sjá um, að það sé í heiðri haft. Þriðja dag jóla 1939. Ragnar Ásgeirsson, gcirðyrkjumaður. Aths.: Á blaðsiðu G1 hefir misprentast þvermál laugarinnar 90 cm., en á að vera 150 cm. PRESTAKALLA OG SÓKNARSKIPUNARNEFND. Þeir biskup landsins og Friðrik Rafnar vígslubiskup, sem kirkjumáJaráðherra skipaði í sumar í prestakalla og sóknarskip- unarnefnd, hafa unnið saman að nefndarstörfum brjár fyrstu vikur þessa mánaðar. Frá árangri af starfi þeirra er enn of snemt að skýra, að öðru en því, að þeir eru þess mjög hvetj- ;mdi, að sú prestakalla og sóknaskipun komist á í Reykjavík, seni gjört er ráð fyrir í frumvarpi bví, er lagt var fyrir Alþingi arið 1935 0g prentað er í 1. árg. Kirkjuritsins. Samkvæmt því á að skifta Dómkirkjusöfnuðinum i 4 prestaköll og ö sóknir. Nokkurar horfur eru taldar á því, að frumvarpið nái fram að ganga á þessu þingi. FJÁRSÖFNUN TIL LAUGARNESKIRKJU. Söfnun fjár til byggingar kirkju í Laugarneshverfi hefir geng- ágætlega. Eru nú i kirkjubyggingarsjóði rúmar 32000 krónur. Auk þess liafa margir lofað ókeypis vinnu við bygginguna á sínum tima. DR. EIRÍKUR ALBERTSSON hefir flutt í þessum mánuði nokkur erindi fyrir guðfræðinem- úm Háskólans um frumkristnina. HÁSKÓLAKAPELLAN. Háskólahúsið nýja er nú langt komið. í því er kapella, þar sem kensla guðfræðisdeildar í prédilum og meðferð helgisiða fer fram, svo og þær guðrækissamkomur, sem óskað verður. Kapell- an er með 120—140 sætum, og verður hún vafalaust með vönd- úðustu og fallegustu smákirkjum hér á landi.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.