Kirkjuritið - 01.02.1940, Blaðsíða 11

Kirkjuritið - 01.02.1940, Blaðsíða 11
Kirkjuritið. Eining kirkjunnar. 49 deildarhringurinn f jarlægist. Einhvern tíma að lokuni verður fullkomnunar takmarkinu náð. Þannig er það skvlda kirkjunnar að trúa á Guð, framkvæma það, sem kærleikurinn hýður og liggur hendi nsest, og keppa von- glöð að fullkominni opinberun Guðs ríkisins“. En allra mest var vert um andlegu eininguna, sem komst á milli fundarmannanna sjálfra. Hún náði hámarki sínu við sameiginlega altarisgöngu, sem lýsl var þannig nð þinginu loknu: „Það var ekki sérlega margt í Engilbrektskirkjunni dýrlegu uppi á fjallinu, því að frægir kennimenn prédik- nðu í öllum kirkjum Stokkhólms. . . En þar var guðs- þjónusta þingheimsins og sameiginleg' bænagjörð. Þar gat ekkert truflað hana. Alt var fjarri, sem mikið liar á. Þar var nýr hljómur í öllum tungumálunum. Hver tunga ómaði ekki fyrir sig, heldur runnu þær allar saman í einn Pílagrímssöng Guði til lofs og dýrðar. . . Þegar kvöldmál- tíðargestirnir gengu upp að altarinu, hlaut hugsunin að vakna um allan eldri ágreining, sem nú jafnaðist. Hér gekk nú erkihiskupinn við hliðina á foringja Öldunga- kirkjunnar, hér komu allskonar amerískir sértrúarflokk- ar og þröngsýnir Lúterstrúarmenn og með þeim biskupar hákirkjunnar ensku. Hér fór yfirhirðir kirkjunnar í Tjekkó-Slóvakíu, sá er liafði fyrir 5 árum verið i róm- versk-kaþólsku kirkjunni. Kaleikurinn er táknmynd lians ' kaleikurinn, sem liann og söfnuðir lians eignuðust við það að hverfa til evangelsku kirkjunnar. í dag var kaleik- Ul’inn táknmvnd okkar allra og einingarmerki. Altaris- gangan stóð yfir mjög lengi, engin þröng, heldur ró og' friður, leikið veikt á orgelið og sungið — það var eins og altarisgangan ætti aldrei að enda. Þetta var dýrlegasta stundin á mótinu og sú, er dýpst hafði áhrif. Allsherjar hf kristninnar hefir ekki birzt með meiri þrótti í margar aldir. — Getur nokkur kristinn maður í raun og veru spurt: „Hvað liöfðu þeir að sameinast um í Stokkliólmi“! „Við komum saman til að liiðja „Faðir vor“ og láta

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.