Kirkjuritið - 01.02.1940, Blaðsíða 30
68
Jóhann Jóhannsson:
Febrúar.
starfað að þessari vakningu í Stokkhólmi. En þó er ekki
gætnin og varkárnin það eina, sem maður verður að
taka tillit til, ef maður vill í alvöru þjóna drotni og
hans dýrkeyptu sálum“. Þessi orð Roseniusar lýsa vel
skoðun hans á starfinu. Hann hefir þarna gripið á
kjarna þeirar starfsaðferðar, sem hann sjálfur notaði.
Þessvegna varð honum lika svo vel ágengt, og þessvegna
komst liann líka hjá mörgum árekstrum, sem aðrir, seni
ákafari voru og ógætnari, lentu í. Rosenius hafði með
starfi sínu gjörbreytt áliti alls almenning á vakning-
unni, og hin síðari ár fékk hann meira frelsi til að
starfa. Árið 1851 var enska kirkjan opnuð, en hún hafði
verið lokuð frá því Scott fór úr Svíþjóð. Rosenius sótti
um leyfi lil að lialda þar guðsþjónustur sínar, og 1857
var þetta veitt. Þetta var mikill sigur fyrir Rosenius og
gerði honum auðveldara að starfa, því að nú þurfti hann
ekki lengur að hafa samkomur sínar með leynd í ein-
stakra manna húsum. Þá hafði það einnig áunnist, að lög
þau, sem hönnuðu trúarsamkomur utan kirkjunnar, voru
úr gildi numin árið 1858, og tveimur árum seinna voru
sett lög, sem veittu trúfrelsi. Máttu menn nú ganga úr
þjóðkirkjunni og i annað trúarsamfélag. Loksins eftir
mikla baráttu og ofsóknir hafði vakningarfólkið náð þess-
um langþreyða áfanga.
Rosenius var maður heilsutæpur, og hin sifeldu ferða-
lög hans víðsvegar um Svíþjóð slitu mjög kröftum hans.
Árið 1867 var hann staddur í Gautaborg á prédikunar-
ferðalagi. Hann messaði þar á hvítasunnudag, en meðan
á ræðunni stóð, fékk hann slag, og varð að bera hann
út úr kirkjunni. Hann náði þó nokkurri heilsu aftur, og
byrjaði á starfi sínu i Stokkhólmi, en varanlegur bati
varð þó ekki. Hann dó 24. febr. 1868, aðeins 52 ára gam-
all. Viku fyrir dauða sinn hafði Rosenius prédikað í sið-
asta sinni í Stokkliólmi. Þá lagði hann út af Jes. 53 og
var það sami textinn, sem hann hafði notað er liann
prédikaði i fyrsta sinni i Stokkhólmi fyrir 26 árum. Siðasti