Kirkjuritið - 01.02.1940, Blaðsíða 35

Kirkjuritið - 01.02.1940, Blaðsíða 35
Kix-kjuritiÖ. Kristindómsfr. i finskum skólum 73 með áhuga og innileik til að gera námsefnið að lifandi efnivið í mótun barnssálarinnar? En það er heldur ekki að efa, að finska kennarastéttin • heild sinni skilur hlutverk sitl í kristindómstímunum, hæði að helgi þess, tign og mikilleik, að liún annar því frjálsmannlega og markvíst í trú, von og kærleika. Fagur vottur um áhuga liennar eru hin feikilega fjöl- sottu námskeið fyrir kristinfræðikennara, sem haldin eru þar í landi. En einnig má nefna víðtæk félagssamtök þeirra og fundahöld þeirra námsgreinninni til eflingar. Enda myndi læpasl nokkur kennarastétt þola neinni einstakri námsgrein svo rúman aðgang að starfi skólans hl lengdar, ef henni sjálfri liefði eklci tekist að sjá ávexti af því starfi skólans. „Högg\áð visna tréð,“ er hin raunsæja krafa tímans. Ég sá nokkuð oft stéttarhlöð finskra kennara á erlend- 1,111 söfnum síðastliðinn vetur. Ég veitti því eftirtekt, live tíðrætt var þar um kristin- dóinskensluna frekar öðrum námsgreinum, og hversu nilkil samúð virtist hvarvetna vakandi í garð hennar. En l'etta tvent vakti aftur þá skoðun mína, að finsku kennar- ai'nir, fremur öðrum stéttarbræðrum sínum, skoðuðu kristindómsfræðsluna sem lífsins tré í starfi skólanna. ^ar hafa þeir og vissul'ega séð rétt. Engin ein náms- grein er jafn möguleikarík til að byggja upp blómlegt mnra líf lijá börnum sem kristindómsfræðslan. Þvi verður ekki hægt að neita með nokkurri sanngirni, bótt hinsvegar sé hægt að benda á, hve oft þeir möguleik- ar eru ekki nolaðir, og hve kröfuþungt hlutverk kennarans er, að nota þá möguleika til hins ýtrasta. Margir myndu að sjálfsögðu óska, að kennarastéttin °kkar léti sér, i heild séð, meir umhugað um kristindóms- fræðsluna í skólum í anda finsku stéttarhræðra sinna. En í þeim samanburði má ekki glymast, að ýmsir, sem a starf kennarans horfa, sjá stundum frekar það, sem °gert er en gert er, og það illa gerða frekar en hið vel gerða.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.