Kirkjuritið - 01.02.1940, Blaðsíða 32

Kirkjuritið - 01.02.1940, Blaðsíða 32
70 Jóh. Jóli.: C. 0. Rosenius. Febrúar. „Segði ég, að þetta hold myndi verða heilagt, þá væri það liið sama eins og ef ég segði, að óhreinindin gætu orðið hrein, ísinn orðið heitur og eldurinn kaldur1 Það ber öllum saman um, að Rosenius hafi verið á- hrifamikill prédikari, og liitt er ekki siður víst, að liann var snjall á ritvellinum. Hann ritaði fjölda greina i þau tvö tímarit, sem liann var ritstjóri að, auk þess þýddi hann bækur, skrifaði fjölda bréfa, og ritaði skýringu yfir Rómverjahréfið, sem út kom í Pietisten. Má telja það nokkurn vegin vist, að Rosenius liafi unnið meira starf í þágu vakningarinnar með ritstörfum sínum en með prédikun, og er þó synd að segja, að fólk hafi getað setið ósnortið undir ræðum lians. Einn höfundur, sem ritað hefir um Rosenius, telur að liann liafi með prédikun sinni haft áhrif á prédikun kirkjunnar alt fram á þenn- an dag. Skal eigi um þetta dæmt, en mjög er líklegt, að þetta sé rétt athugað. Það er einkennandi fyrir sálarlíi' Roseniusar, að hann þjáðist oft af efa og innri baráttu. Hann átti J)ar af leiðandi auðvelt með að skilja aðra, sem þjáðust af áhyggjum og sálarstríði. Sálgæsla er þá líka einn mikill þáttur í starfi Roseniusar. Hann segir, að margskonar reynsla geri menn hæfa til að þjóna öðr- um, og án reynslu geti menn ekki skilið Guðs orð, og svo bætir hann við: „Ég segi fyrir mitt leyti, að ef ég hefði orðið svo góð- ux-, sem ég hefi hugsað, óskað og beðið um af Guði, þá hefði ég ekki liaft nógu mikla samúð og ekki haft nógan skilning á þessum málum“. Rosenius á þarna við starfið fyrir Guðs ríki — þjónustuna í þágu meðbræðranna. Jóhann Jóhannsson.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.