Kirkjuritið - 01.02.1940, Blaðsíða 12

Kirkjuritið - 01.02.1940, Blaðsíða 12
50 Ásmundur Guðmundsson: Febrúar. þá bæn verða meiri veruleika í lífi okkar framvegis. Því, sem við ætlum okkur, verður ekki lýst í færri orðum en þessum: Verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni“. Þannig komst Söderblom að orði. Nefnd var að síðustu kosin til þess að lialda áfram starfi þingsins, og ályktanir þess voru sendar um alla kristnina. VI. Allsberjar kirkjuþing, er fjallaði um „trú og fyrirkomu- Iag“, var lialdið tveinmr árum síðar en Stokkhólmsþingið, 3. — 21. ágúst 1927 í Lausanne í Sviss. Þar voru eitthvað 400 fulltrúar frá um 70 kirkjufélögum. Engir fulltrúar komu þá beldur frá rómversk-kaþólsku kirkjunni, en að vísu blýddu nokkurir guðfræðingar þeirra á umræðurnar og tóku þeim vel. Margt var af sömu mönnunum sem i Stokkhólmi, en auðvitað ýmsir aðrir. Brent biskup stýrði fundinum, þótt nú væri bann farinn að lieilsu. Hlutverk þingsins var það að reyna að sjá leið til þess, að kirkja Krists yrði aftur ein og óskift. Hver voru skil- yrðin fyrir því, að það gæti orðið í raun og veru, og hvernig átti sú kirkja að vera? Bjartsýnustu draumóramenn einir munu bafa gert sér vonir um það, að komist yrði að fastri niðurstöðu i þeim efnum á þriggja vikna þingi. Leiðtogun- um var það ljóst, að ef til vill myndi þetta starf taka aldir. En þeir voru knúðir til þess að hefja það. Þingstörfunum var þannig liagað, að framsögumenn fluttu erindi um vandamálin fyrir öllum þingbeimi. Því næst voru þau fengin í bendur nefndum og undirnefndum og ályktanir nefndanna svo að lokum lagðar fyrir þingið í heild sinni. Því aðeins að ályktun væri samþvkt í einu Iiljóði, skyldi bún send frá þinginu til umræðu í kirkju- félögunum. Framsöguræðurnar um einingu kirkjunnar báru þess vitni, að skoðanir manna voru mjög skiftar. En við um- ræðurnar kom þó fram sama máltuga undiraldan: Ein- ing kirkjunnar er ekki einungis fagur draumur, heldur

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.