Kirkjuritið - 01.02.1940, Blaðsíða 10

Kirkjuritið - 01.02.1940, Blaðsíða 10
48 Ásmundur Guðmundsson: Febrúar. Hið fyrra var „kirkjan og félagsmálin". Þingið lýsti þvi vfir hiklaust, að þjóðfélagsvandamálin vörðuðu kirkjuna og starf hennar. Það kannaðist við það hreinskilnislega, að kirkjufélögin hefðu á því sviði drýgt margar syndir, sem þau yrðu að leitast við, af fremsta megni, að bæta fyrir. Ályktun þingsins var í stuttu máli á þessa leið: Starf kirkjunnar að félagsmálum á ekki að vera neinn aukaþáttur í starfi hennar, heldur á það að vera algerlega innifalið í trúai’starfi hennar. Hún vinnur þetta félags- starf að sama skapi sem liún niegnar að láta fagnaðar- erindi Krists verða að frelsisuppsprettu fyrir mannlífið og valdi, er umskapar það. En trúarstarf sitt fær kirkjan ekki leyst réttilega af hendi, nema hún hafi djörfung til að draga einnig félagslífið fyrir dóm samvizkunnar og láta ljós kristindómsins falla á það. Framleiðslan á að vera meðal en ekki mark. Hún á öll að vera undirstaða undir andlegum framförum. Ef hún verður til þess að rýra persónugildi einstaklinganna, þá verður hún rányrkja ti! niðurdreps og bölvunar. Með ölluin, sem vinnuna stunda, þarf bræðralag að ríkja. En þótt þingið ætti aðallega að ræða um siðgæðismál, urðu þó trúmálin efst á baugi. Spurningin mikla um Guðs ríki varð höfuðmál þess. Er Guðs ríkið guðdómlegl eða mannlegt? Eiga mennirnir að setja það á stofn og það svo þróast hægl og hægt? Eða verður það fyrst að veruleika við endi aldanna, og er hlutverk einstaklingsins það eitt, að leita frelsis fyrir sál sina og annara úr viðjum heimsins? Getur kristindómurinn í raun og veru gjörbreytt öllum hag mannkynsins, eða er það barnaskapur að vænta slíks í þessari svnduni spiltu veröld? Við þessum spurning- um fengust ljós og fögur svör, m.a. á þessa leið: Guðs ríki er af himni, en nær þó einnig til þessarar jarðar. Það er eins og úti í sjóndeildarhringnum, þar sem renna saman himinn, jörð og haf. Þannig blasa við okkur verkefni, sem Guð hefir falið okkur og við getum byrjað á. En þegar við höfum leyst þau af hendi, þá koma ný í ljós og sjón-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.