Kirkjuritið - 01.02.1940, Blaðsíða 22

Kirkjuritið - 01.02.1940, Blaðsíða 22
60 Ragnar Ásgeirsson: Fébrúár. „Vígða laugin“ á Laugarvatni er því með öðrum orð- um hin forna Reykjalaug. Það hygg ég rétt ályktað, að þá liafi Laugarvatn heitið Reykir, eins og aðrir þeir staðir, þar sem mikið rýkur úr jörðu. En eftir vigslu Reykja- laugar komst liún í það álil sem merkur og helgur slaður, að hún breytir nafni á bænum og sveitinni, sem hér eftir verður: Laugarvatn og Laugardalur. Hinir stóru hverir eru svo áberandi, að eðlilegt var að staðurinn hlyti nafn sitt af þeim, en laugin var ekki stór og á henni bar lítið. Það er fyrst eftir skírnaratböfnina, vígsluna, að hún verður helgur staður í hugum manna. Kyngikraftur hins vigða vatns var álitinn mikill fyrrum. Enn þekkist það, um öll Norðurlönd, að mæður bregða tveim fingurgómum í vatn það, er börn þeirra voru skírð i, og bera það í augu sér, þvi að það er læknisdómur, sem gefur góða sjón. Og frú Ingunn Eyjólfsdóttir á Laugarvatni hefir sagt mér frá því, að þegar liún var barn, i Laugardal, þá hafi oft verið sent eftir vatni í Vígðu laugina, þegar einhver veiktist á hæj- unum. Svo að trúin á laugina lifir fram á okkar eigin daga. Annar merkisathurður íslenzkrar sögu kemur einnig þessari laug við. Þegar Norðlendingar sóttu lík Jóns Arasonar og sona hans til Skálholls og fluttu þau heim, þá komu þeir við hjá lauginni. í Biskupaannálum er svo sagt, að þeir hafi grafið líkin upp og flutt þau að Torfastöðum um kvöldið. En næsta dag fóru þeir að Laugarvatni og tjölduðu þar yfir líkin „og þógu þau og bjuggu um þau til fulls“. Hal'i Vígða laugin verið álitinn helgur slaður í kaþólskum sið, þá er það ofur skiljanlegt, að þeir veitlu Jóni biskupi og sonum bans fullan umbúnað þar, enda á leiðinni, þegar farið var um Þingvöll og Borgarfjörð, eins og hér var gert. Við Vígðu laugina standa 6 steinar, allstórir. Þeir heita Líkasteinar, og eru um þá þau ummæli, að líkbörur feðg- anna hefðu verið lagðar á þá. Þarna eru engir aðrir stein- ar nálægt, og liefir þeim auðsjáanlega verið velt að.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.