Kirkjuritið - 01.02.1940, Blaðsíða 40

Kirkjuritið - 01.02.1940, Blaðsíða 40
Febrúar. Merkilegt íslenzkt sagnarit. Jón Halldórsson prófasiur í Hítardal. Eftir Jón Helgason, dr. theol., biskup. Rvik 1939. Dr. Jón Helgason er einn af allra stórvirkustu biskupum, seni verið hafa á íslandi, um bókagerð. Má segja, að bókagerð hans skiftist í þrjú timabil, þannig, að hann sækir fram frá hinu ein- faldara til þess vandasamara. Hann byrjar á því að búa undir prentun og gefa út bækur föður síns, þær er nota mátti við kenslu í Prestaskólanum, svo sem kirkjusögu hans, siðfræði og prédikunarfræði. Þá gaf hann og út bréf Tómasar Sæmundssonar. Þvi næst hefur hann sjálfur ritun kenslubóka og gefur þær út hverja eftir aðra, og það engin smárit sum hver. Vil ég telja það annan þátt rithöfundarferils hans. Þá kemur Sögulegur uppruni Nýja testamentisins, Almenn kristnisaga í 4 stórum bindum, Kristnisaga íslands í tveim stórum bindum. Þar má og í raun og veru telja trúfræðiágrip það, er hann gaf út og nefndi: Grund- völlurinn er Kristur, svo og Kirkjusögu íslands á dönsku í 2 bindum. En svo kemur síðasti áfanginn, en hann er sá, að höf. tekur að rita sjálfstæð vísindaleg verk um sögu íslands á siðari öldum. Má telja þann feril hefjast með ritgerðinni: Þegar Reykjavik var 14 vetra, og hefir síðan komið mikið í j)að kjölfar, um höf- uðstaðinn, bæði í rituðu máli og myndum. Er það mcin mikið, að hann skuli ekki hafa verið fenginn til þess að rita sögu Reykjavíkur, j)ví að þar er vafalanst enginn honum jafnfróður. f þessum flokki vil ég telja bókina íslendingar í Danmörku. En sérstaklega koma hér til greina hinar miklu æfisögur lians frá 18. öld: Meistari Hálfdan, Hannes Finnsson og bók sú, sem hér er getið: Jón Ilalldórsson, prófastur í Hítardal. Er ])að og ekk- ert launungarmál, að 4. æfisagan er nú fullbúin og mun koma út mjög bráðlega. en það er æfisaga Tómasar Sæmundssonar. En þess vil ég geta til þess að sneiða hjá misskilningi, að þvi fer fjarri, að ég liafi liér talið eða reynt að telja allar þær bæk- ur, sem dr. Jón hefir ritað og gefið út. Ég hef aðeins nefnt nokkura „fulltrúa", ef svo mætti segja, hvers þess tímabils, sem

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.