Kirkjuritið - 01.02.1940, Blaðsíða 7

Kirkjuritið - 01.02.1940, Blaðsíða 7
Kirkjuritið. Eining kirkjunnar. 45 sameinast, og það ekki aðeins kirkjudeildir Mótmælenda. Hann liófst handa jafnskjótt sem hann kom aftur til Vesturheims og fékk nefnd skipaða til þess að vinna að undirbúningi lieimsþings fyrir fulltrúa frá öllum kirkju- félögum, „sem játuðu trú sína á drottin Jesú Krist sem Guð sinn og frelsara.“ rveimur árum áður hafði nefnd innan ensku kirkj- unnar sent út áskorun þess efnis, að vinna skyldi að meiri einingu kirkjunnar, og tókst nú samvinna milli þessara uefnda báðumegin hafsins. Næsta sporið var að leita sam- starfs við rétttrúaða menn grísk-kaþólska og við Róm. Mikl- Um bréfaskriftum var hleypt af stað og undirbúningur undir allsherjar kirkjuþing hafinn vel og viturlega. En svo kom heimsstvrjöldin og batt um sinn enda á þessa viðleitni. En jafnhliða voru aðrir teknir að vinna að svipuðu uiarki, þótt ekki væri frá nákvæmlega sama sjónarmiði. f’eim ægði það, hve þjóðirnar stóðu öndverðar hver annari, °g ottuðust sortaskýin, sem dró upp yfir þeim. Myndi kirkj- an ekki geta sefað æsta hugi og komið i veg fyrir það, að oveðrið skylli á? Það voru aðallega ungir menn og engir kirkjuhöfðin gjar, sem komu saman i Konstanz, 80 tals- uis, árið 1914, og ræddu um það, hvernig helzt mætti koma 1 veg fyrir strið. Þeir stofnuðu „Kirkjulegt lieimssamband eflingar samúð og skitningi þjóða í milli." „Svo tvístr- uðust þeir eins og fuglahópur, sem fálkinn rennir sér í eða reiðarslag' tryllir. En þeir voru eklci hræddir. Þeir þurftu aðeins að hraða sér liver heim til síns lands, áður en lokað yrði fyrir á landamærunum“, eins og Nathan Söderblom komst að orði. Og forystumennirnir sögðu, er þeir kvöddust: „Hvað, sem fyrir kemur, skal ekkert skilja okkur.“ Árið eftir auðnaðist fulltrúum ýmsra landa uð koma saman í Sviss. En starfa þeirra sá enn lítinn stað. Stríðið geisaði meir og meir. Friðarmálin lieyrðust ekki fyrir fallbyssudununum. Ern þessar mundir var Nathan Söderblom nýorðinn

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.