Kirkjuritið - 01.01.1942, Page 7
Kirkjuritið.
Þrír sálmar.
Eftir séra Tryggva H. Kvaran.
Messuupphaf.
Lag: Himnafaðir hér. ...
Yfir bygð og ból
breiðist drottins sól.
Látum hljóma ljóð með glöðum rómi.
Hér er drotíins hús,
hingað gönjrum fús.
Beygjum kné í herrans helgidómi.
Pinna munt þú frið
fótskör drottins við.
Hann er altaf að þér, barn, að leita.
Hann er eilíf ást,
aldrei, sem að brást.
Bezt af öllu’ er barnið Guðs að heita.
Nóg er drottins náð,
nóg hans hjálparráð.
Paðir vill hann vera barna sinna.
Ami eitthvað hér,
alt mun bæta þér
hann, sem lætur ljós og yl þig finna.
Yfir bygð og ból
breiðist drottins sól.
Færist líf og fjör að hverju hjarta.
Geisli á gluggann þinn
gægist, vinur minn,
hann er drottins leitarljósið bjarta.