Kirkjuritið - 01.01.1942, Síða 7

Kirkjuritið - 01.01.1942, Síða 7
Kirkjuritið. Þrír sálmar. Eftir séra Tryggva H. Kvaran. Messuupphaf. Lag: Himnafaðir hér. ... Yfir bygð og ból breiðist drottins sól. Látum hljóma ljóð með glöðum rómi. Hér er drotíins hús, hingað gönjrum fús. Beygjum kné í herrans helgidómi. Pinna munt þú frið fótskör drottins við. Hann er altaf að þér, barn, að leita. Hann er eilíf ást, aldrei, sem að brást. Bezt af öllu’ er barnið Guðs að heita. Nóg er drottins náð, nóg hans hjálparráð. Paðir vill hann vera barna sinna. Ami eitthvað hér, alt mun bæta þér hann, sem lætur ljós og yl þig finna. Yfir bygð og ból breiðist drottins sól. Færist líf og fjör að hverju hjarta. Geisli á gluggann þinn gægist, vinur minn, hann er drottins leitarljósið bjarta.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.