Kirkjuritið - 01.01.1942, Page 9

Kirkjuritið - 01.01.1942, Page 9
Kirkjuritið. Á brattann. Ræða í ársbyrjun eftir Ásmund Guðmundsson. Eftir sex daga tekur Jesús þá Pétur og Jakob og Jóhannes bróður hans með sér, og fer með þá upp á hátt fjall (Matt. 17, 1). Þeir höfðu dvalist undanfarið, Jesús og lærisveinar lians, í héraðinu fagra norður af Galíleu, þar sem kvíslar .Tór- danar spretta upp og falia silfurtærar um víðar skógar- lendur. Hann hafði sagt þeim það, sem varðaði líf þeirra og mannkynsins meir en alt annað, en þeim gekk treglega að skilja. Þá velur liann þrjá þéirra, sem honum voru handgengnastir, og leggur með þá á brattann, upp rætur og hlíðar Hermons, sem gnæfir i norðri fannhvítri jökul- krúnu liótt yfir önnur fjöll. Þeir klífa brekkurnar hverja af annari, vaxnar birki, kýprusviði, eikum og aldintrjám og skornar sundur af giljadrögum og dældum, og því hærra sem kemur, því tignarlegri og glæstari verður út- sýnin suður yfir landið og loftið svalara og hreinna. Loks nema þeir staðar uppi á einni bungunni, og þar gefur lærisveinunum nýja, undursamlega sýn yfir alt, sem Jesús iiafði áður sag't, yfir dýrð lians og mannlífsins, eins og því á að lifa. * * * Þessarar fjallgöngu Jesú og lærisveina hans er okkur holt að minnast i upphafi nýja ársins, því að enn stendur líkt á fyrir okkur og lærisveinunum veiku og sljóu niðri á jafnsléttunni og þörfin okkur jafn brýn að taka stefnuna með Jesú hærra og hærra, upp þangað, sem við munum öðlast fyllri skilning á guðlegri leiðsögu lians og lífi sjálfra

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.