Kirkjuritið - 01.01.1942, Síða 12

Kirkjuritið - 01.01.1942, Síða 12
6 Ásinundur Guðmundsson: Janúar. ejlífðarinnar. Nei, f jallgangan er öllum ætluð, meðan æfin endist, unz þeir geta sagt á banadægri, eins og Nathan Söderblom mælti síðast: „Nú er það eilífðin“. Og minn- ingin, sem þeir láta eftir sig hér á jörðu, á að geta falist í þessum orðum, sem eitl sinn voru letruð á bautastein brattgengs klettamanns: „Hann dó meðan bann kleif f jallið“. Þessi þrá brennur þó ef til vill beitast í brjósti þeim, sem enn eru ungir, og er það fögur sjón að sjá æskumenn leggja á brattann. Fátt er mér meiri gleði, eða lirífur liug minn fremur. Þeir vilja yfirleitt komast hátt, metnaður þeirra og starfsorka er þeim eggjan. Og þá er vel, þegar þetta hvorttveggja er heilbrigt. En ýmsum dylst, livert stefna skal, livaða leið liggur upp á við, til efstu fjalls- eggja. — Og hversu oft fer okkur ekki einnig svo, sem eldri erum? — Þeir taka hrifnir undir orð skáldsins, fullir áhuga og æskuþrótti: „En þeim, sem eina lífið er bjarta brúðarmyndin, þeir brjótast upp á fjallið og upp á hæsta tindinn“. En bver er bjarta brúðarmyndin, hugsjónin báa, sem fyrir þeim vakir? Það vita þeir stundum ekki, þegar á reynir. Eitt sinn ræddu tveir feðgar saman um framtíð sonar- ins. Hann var enn á unglings aldri. Fyrst ætlaði liann sér að verða stúdent, þá stunda háskólanám og fá síðan gott og veglegt embætti. „Og svo?“ spurði faðirinn. Þá ætlaði bann að eignast skemtilegt heimili og fallegt hús. „Og svo?“ Svo ætlaði hann að gegna embætti sinu eða öðru hærra, meðan þróttur og heilsa entist. „Og svo?“ spurði faðir bans. „Svo? — svo dey ég,“ svaraði sonurinn. „Og svo?“ Þá varð svn- inum orðfall. Þá spurningu hafði bann aldrei hugleitt. Hann bafði aldrei miðað stefnu sína við himininn. Það eitt út af fyrir sig er engum nóg að bafa fjallgöngu í huga og vilja komast sem bæst, ef bann í raun og veru veit ekki, hvað fjallganga er og livað það er að komasl liátt. Þá getur orðið úr undanbald í stað sóknar. Fjall- gangan verður að vera með Jesú, ef vel á að fara. Hann

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.