Kirkjuritið - 01.01.1942, Síða 16

Kirkjuritið - 01.01.1942, Síða 16
10 Ásmundur Guðmundsson: Janúar. liefir verið lilíft og þjóðin iiúið við árgæzku og veðursæld. Það liefir ekki enn orðið henni það þalckarefni, sem vera ætti. Sjómannastétt hennai’, sem hefir sólt henni hjörg og hætt lífi sínu við hetjudáðir, hefir orðið að færa þungar fórnir og sárar. Það hefir ekki enn knúð þjóðina til þeirr- ar alvöru og ábyrgðar, sem henni er skylt að gæta. Svo húið má ekki lengur standa. Lítum um öxl. Saga lands oklcar er mikil orðin, þótt ckki sé hún löng. Þjóðin liefir varist vel á liðnum öldurn, lagt á hrattann, en þó hrasað stundum. Hið neðra liggur leiðin um kletta og klungur, urðir og aurskriður, en einnig um grasgeira og fríðar blómabrekkur. Hvernig sú lilíð öll mun blasa við eftirleiðis, er undir því komið, hvernig þjóð- inni farnast nú gangan upp einhvern örðugasta lijallann. Okkar kynslóð á að taka þar við af horfnum kynslóðum, sem dyggast hefir verið unnið. llún á að halda áfram þeim þáttum lífs þeirra, sem reynzt hafa giftudrýgstir: Trú- rækni, þjóðrækni, þolgæði og seiglu, eljan og atfylgi. hug- prýði og hjálpsemi og kærleikslund. Og þá mun birta vfir förnum vegi og dýrðardæmin frá beztu reynslu þjóðarinn- ar verða henni máttug hvöt til þess að sækja hærra á sömu braut. En þyngstu ógæfusporin áður munu ekki valda jafnsárum harmi og fyr. Missir frelsis og sjálfstæðis þjóðarinnar í Iok Sturlungaaldar fyrir sundrung og flokka- drætti mun ckki verða sama minning, hvort sem þjóðin apast nú að þeim óheillum í annað sinn til svipaðs ófarn- aðar, eða lætur þetta víti sér til vamaðar verða. Læri þjóð- in nú af því það, sem henni er ætlað að læra, þá munu sólargeislar einnig geta sundrað sortanum yfir þeim feigð- argljúfrum. Þjóðargangan á þessu nýja ári og hinum komandi verð- ur að vera fjallganga með Jesú Kristi sókn liærra og hærra, vigð siðgæði og trú, þar sem hann er Ieiðloginn. Forystumenn hennar á hvaða sviði sem er verða að beygja kné sín í lotningu fyrir honum, mannkynsleiðtoganum mikla, og þiggja hjá honum hjálp og ráð, og' allir aðrir

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.