Kirkjuritið - 01.01.1942, Page 17

Kirkjuritið - 01.01.1942, Page 17
Kirkjuritið. Á brattann. 11 hið sama. liver og einn, sem það gjörir jafnvel þótt hann sé nmkomuminsti smælingi allra í hcimsins augum — hann vinnur að því, að þjóðin komist eilthvað hærra. Það er jafnt hlutverk ])itt og mitt. Þjóðin þarfnast samtaka manna, reiðubúinna að styðja hvert gott málefni, hvaðan sem það kemur og hvað sem öllimi .flokkum eða sérhags- munum líður, manna, sem unna hverir öðrum af alhug sæmdar og heilla, styðja hverir aðra, vita og skilja, að undir kærleiksmerki kristindómsins verður sigurinn unn- inn í þrekraununum mestu, en ekki á annan liátt, og lifa og starfa samkvæmt því. Kristin þjóð, ein þjóð, óklofin, heil, sönn, mun komast upp á brúnina, þar sem frelsið, víðsýnin og farsældin býr. * * * Jesús fór með þá Pétur, Jakob og Jóhannes þessa för. Án lians hefðu þeir aldrei farið upp á f jallið. Og enn síður hefðu þeir Iagt í þá göngu, er seinna varð, án Iijálpar hans. Þeir týndu allir Iífi sínu vegna fagnaðarerindisins og fundu ])að. Hann var þeim ekki aðeins leiðtoginn, held- Ur einnig hjálparinn, freslarinn. Og svo er hann vissulega niönnunum enn í dag. Hlíðin er brött frannmdan okk- ur, það er satt. En horfum til hans, þar sem hann ríkir i dýrð himnanna og hiðjum hann að senda okkur ])aðan leiftrandi geislastaf, er lýsi oklcur og Ieiði og fylli okkur þrótti til þess að vfirstíga hverja raun. Honum viljum við freysta og fela honum þjóð okkar: Mæðu og neyð þín miskunn sefi. Með oss stríði kraftur þinn. Sigur þinn oss sigur gefi, sigurhetjan Jesú minn.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.