Kirkjuritið - 01.01.1942, Síða 48

Kirkjuritið - 01.01.1942, Síða 48
12 Magnús Jónsson: Janúar. kirkjn eða sýni á annan hátt, að þeir meti mikils störf í þágu kristindómsins. En þó hygg ég, að hér sé einnig atriði, sem má sín ekki lítils til þess að draga úr og ríða baggamuninn þegar litlu munar. Og sérstaklega hefi ég orðið þess var, að undarlegt þykir að meta kirkjugöngu svo mikils, að eitthvað annað verði að víkja fyrir henni. Það þykir eltki nema rétt að fara til kirkju, ef ekkert annað er fyrir hendi. En að liafna einhverju öðru fyrir það. það þykir einkennilegt. Hér má sín mikils fordæmi þeirra, sem litið er upp til á hverjum stað, og í þessu efni er hinn mesti misbrestur víða. Embættismenn og yfirvöld eru, held ég, víða hin lakasta fyrirmynd í þessu efni. Og þó mun allur þorri þess- ara manna vera velviljaðir í garð kirkjunnar og vita vel, hve gott starf þar er unnið. En ég á ekki eingöngu við embætlismenn og yfirvöld með þessu, heldur og þá menn yfirleitt, sem litið er upp til á hverjum stað, yngri sem eldri. Framkoma þeirra ræður miklu meiru um sjtefnu fjöldans en þeir hafa hugmynd um, og þá ekki sízt í mál- um eins og þessu. Þeir, sem starfa í félögum eða beita sér fyrir íþróttum, þeir sem njóta álits sakir gáfna, málsnild- ar eða annars, ráða ótrúlega miklu um það, livaða háttur er yfirleitt upp tekinn í því bygðarlagi. Þeir geta t. d. ráðið mjög miklu um kirkjusókn í sveit sinni með því einu, hvort þeir sækja sjálfir kirkjuna eða elcki. Líldega athugar allur þorri þessara áhrifamanna og for- ingjar fólksins það alls ekki, hvílík ábyrgð hvílir á þeim í þessu efni, og hvílíkt nytjastarf þeir gætu unnið með því að taka hér upp nýjan liátt, reka af sér slenið og feimnina og gerast öðrum fvrirmynd í jafngóðum hlut eins og þeim, að sækja guðshús á helgidögum og hugsa þar gott fyrir sjálfa sig og náunga sína, land silt og þjóð og mannkyn alt. VII. Þessi grein er nú orðin lengri en ég ætlaðist til i upp- hafi. En hún er ekki of löng, ef hún gæti einhverju um þokað í þessu mikla vandamáli.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.