Kirkjuritið - 01.01.1942, Page 56

Kirkjuritið - 01.01.1942, Page 56
50 Aðalfundur Prestafélags Islands. Janúar. fundinum og frá er skýrt í nóvemberhefti Kirkjuritsins þ. á. Ályktun Prestafélagsins er á þessa leið: „Fundurinn mælir meS frumvarpi þvi um kirkjuþing, er lá fyrir síðasta Alþingi, með tveim breytingum: 1. Kosnir verði i hverju hinna 7 kjördæma 2 prestar og einn leikmaður. 2. Samræmt verði vald kirkjuþings og kirkjuráðs þannig, að það vald, sem nú er í höndum kirkjuráðs eins, leggist undir kirkjuþing, enda kjósi kirkjuþing kirkjuráð, er verði framkvæmdastjórn þess. Altarissakra- mentið. Veiting prestakalla. Fundurinn felur stjórn Prestafélagsins ásamt 2 fulltrúum, sem fundurinn kýs, að semja frumvarp um kirkjuþing, er iagt verði fyrir næsta reglulegt Alþingi". Þá er tillaga þessi hafði verið samþykt, voru kosnir til að vinna með prestafélagsstjórninni að málinu: Þorsteinn Briem prófastur og Sveinbjörn Högnason prófastur. Að kvöldi fyrra fundardags flutti próf. Magnús Jónsson fróðlegt og gott erindi um altaris- sakramentið í Háskólakapellunni. Fóru síðan fram nokkurar umræður um málið. Að þeim umræðum loknum annaðist Þorsteinn Briem prófastur kvöldbænir. Morgunguðs- þjónustu síðari fundardaginn annaðist Sigurgeir biskup, og flutti prestum hvetjandi ávarp. Samkvæmt ályktun síðasta aðalfundar hafði Prestafélagsstjórnin athugað prestskosningar- lögin. Lagði formaður fram tiilögur þær, er stjórnin hafði til bráðabirgða komið sér saman um. Fóru siðan fram stuttar, en snarpar umræður um málið, og var það siðan tekið út af dagskrá að þessu sinni. Er hér um vandasamt og margþætt mál að ræða, sem þarfnast ýtarlegrar rannsóknar áð- ur en breytingar eru gerðar á því skipulagi, sem nú er, og' ó- neitanlega hefir sína galla. ... , . . Guðbrandur Björnsson prófastur vakti athygli a þvi, að a næsta ari væn 400 ara afmæh Guðbrands biskups Þorlákssonar, og væri skylt að minnast þessa liöfuðprests íslenzku þjóðarinnar svo, að honum væri samboðið. Fundarmenn studdu allir mál frummælanda, og var að um- ræðum loknum samþykt, samkv. uppástungu Sigurgeirs biskups, að fela kirkjuráði forgöngu um framkvæmdir í þessu máli. Ýms mál Rædd voru og afgreidd ýms smærri mál, sem vakið var máls á, og kveðjur voru sendar dr. Jóni Helgasyni biskupi og ennfremur frú Elísabetu Jónsdóttur,

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.