Kirkjuritið - 01.12.1944, Side 3

Kirkjuritið - 01.12.1944, Side 3
í því var líf. 1 upphafi var orðið og' orðið var lijá Guði. í því var líf, og lífið var ljós mannanna. Þannig segir i einu jólaguðspjallinu, er nú hljómar vf- ir hlóði drifna jörð. Lætur ekki hærra helklukknahringing? Kristninni i veröldinni virðist nú líkt farið og Mafíu frá Betaníu er hún geklc til móts við Jesú, harmi loslin, féll honum til fóta og mælti: Herra, ef þú hefðir verið hér, væri bróðir minn ekki dáinn. Ef kirkja allra landa og þjóða hefði verið fyllt heilögum anda Jesú Krists og staðið ein og óskipt, trú köllun sinni, þá hefðu ógnir þessa stríðs aldrei dunið yfir og breytt láði og legi í voðalegan grafreit. Þá mundu fánarnir ekki drúpa nú, heldur blakta liátl mót himni. En María fékk sina huggun. Henni hlotnaðist það að sjá sigurmátt lífsins yfir dauðanum, nýjan dag eftir dimma nótl. Jesús kom til hennar og Jesús kemur aldrei of seint. Hann kemur enn. Jólin hoða aðeins eitt komu hans, líf og Ijós mannanna. Og við birtu dagstjörnunnar sönnu frá liæðum breytist allt: Það, sem vér nefnum dauða, eru umskipti aðeins til fullkomnara lífs. Alls ekkert get- ur stöðvað strauni lífsins. Dauðans valur er horfinn. Hann er upprisinn. Hann er ekki hér. Honum er eins ng oss frelsari fæddur. Jólin eru jafnt hátíð eilífðarinnar og tímans. Jesús kemur. Bróðirinn er ekki dáinn. Þjóð vor, sem hefir orðið að þola þunga liarma af völdum heimsstriðsins ekki síður en margar aðrar, þarf • vissulega einnig þessarar huggunar við. Fallnir synir hennar og' dætur lifa, hvort sem leiði þeirra eru orpin

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.