Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1944, Page 13

Kirkjuritið - 01.12.1944, Page 13
KirkjuritiS. ÆfiritýriS um Nonna. 251 arssyni. En vegna styrjaldarinnar kallaði faðir Gunn- ars hann aftur heim um vorið, og urðu þeir ])á eigi leng- ur samferða. Seinna nam Gunnar verzlunarfræði er- lendis og' gerðist kaupsýslumaður hér norðanlands á Hjalteyri og síðan i Reykjavík. Er einn sona lians, .Tó- hannes, biskup kaþólska safnaðarins hér á landi, fyrsti kaþólski biskupinn íslenzkur eftir Jón Arason. Nonni liélt áfram, eins og ætlað var, og fékk danskan félaga til suðurfarar. En nú ríkir um hann löng þögn. Nám lians hefst í frönskum Kristsmunkaskóla og varir óslitið um 12 ára skeið, i þremur löndum, Frakklandi, Belgíu og Hollandi. Og áður en því námi lauk, eða þegar eftir stúdentspróf, var Jón Sveinsson sjálfur orðinn munkur í reglu Krists- munka eða Jesúíta, eins og þeir eru oftast nefndir. Brenndi hann þannig að baki sér allar hrýr, sem lágu til fjár og' veraldlégra metorða, en helgaði líf sitt óskipt Krisli einum og' kirkju lians. í sömu spor gekk svo Manni, Ármann, sem líka fór Lilan þreniur árum síðar en bróðir hans. En hann lézt i blóma aldurs síns, 1885, suður í Belgíu, þar sem hann var við nám. Þá var Nonni kominn til Danmerkur og gal því ekki verið síðustu stundirnar hjá elskuðum bróður sínum. En fallega mælti hann eftir liann i hók- inni „Nonni og Marini“, og yndislegt"er bréfið, sem hann sendi með andlátsfregninni móður sinni vestur yfir bafið, bréfið, sem liún sagði honum löngu seinna, að bún hefði ekki getað lokið við að lesa fyrr en eftir 20 ár. Og allan þann tima nefndi hvorugt þeiria Manna á nafn í bréfum sínum. Það er salt, sem skáldkonan kvað: Ðýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust gfiv storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.