Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1944, Page 19

Kirkjuritið - 01.12.1944, Page 19
Listin og heilög kirkja, Hvað getum vér gcrt til þess að fegra kirkjurnar? Og hvernig eigum vér að fara að því? Athugum þá fyrst, hvernig samhúð listarinnar og kirkjunnar er liáltað nú á dögum. Skýrist það mál el' til vill hezt með því að taka dæmi úr hláköldum veru- leikanum. Vér skulum nú liugsa oss t. d. prest, sem óskar að fegra kirkjuna sína og fá handa henni altaris- töflu. Hvar fær liann slíka mynd, sem hann vilji liafa yfir altari kirkjunnar? Hann leitar og leitar meðal þeirra málverka, sem lil eru og föl eru. En ég get fullvissað yður um það, að í langflestum tilfellum verður prest- urinn að gefasl upp í leit sinni. Og' ástæðan lil þess er hlátt áfram sú, að slíkar myndir eru læ])ast, eða ekki til, eða þá ekki á hoðstólum. En hvað segja þá listamennirnir um þetta? Einnig þeir verða að viðurkenna þessa staðreynd, að i raun- inni eiga þeir fá eða engin verk, sem liæfa kirkjunni. Þýðir þá nokkuð að fara inn á listsýningarnar til þess að leita þar að slíkri mynd? Nei, það er yfirleitt þýð- ingarlaust. Ég hefi séð fjölda margar slíkar sýningar, bæði erlendis og hér á landi. A listsýningunum eru land- lagsmyndirnar í yfirgnæfandi meiri liluta. Þar eru lika myndir, sem gælu farið vel í borðstofu, setustofu, svefn- herhergi, kaffihúsum og kvikmyndahúsum. En -— liinn dápurlegi sannleikur er staðreynd, að á sýn- ingunum er ekkert til handa kirkjunni. Af þessu öllu saman leiðir svo vitanlega það, að kirkjan fær engar myndir, sem lienni hæfa. En þér spyrjið þá:Hvers vegna mála ekki listamenn- irnir slíkar myndir? L

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.