Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1944, Page 22

Kirkjuritið - 01.12.1944, Page 22
260 Kui't 2ier: Okt.-Drs. með grænu laufi, blómum, gluggatjöldum og ýmiskonar smáfríðu dóli, i því skyni að g'era liana vistlega, sem kallað er — eða skemmtilegra að dvelja i? Eða er það að reyna að gefa lienni mysliska stemningu, eða þá kannske nýtízkublæ? Nei, hiutverkið, sem hér bíður lausnar, nær bæði langtum hærra og miklu dýpra. Ekkert af því, sem ég nefndi yður, skiptir neinu máli fyrir kirkju eða kristni. Það eitt, sem bér skiptir máli, er það, livort oss muni takast að koma því aftur til leiðar, að þau listaverk, sem fá að vera í kirkjunum, að ull þessi listaverk vitni um hinn mikla sannleika fagnaðarerindis Jesú Krists. — Það er einmitt þetla, sem hrærir og hrífur oss svo mjög í kirkjum miðaldanna: Að sérhver steinn, sérhver súla, gluggi, kertastjaki og sérbver grafarsteinn ómar af dýrðlegum lofsöng til Guðs. Sérhver gripur er þar dýrgripur, þrunginn af hrifningu og' fögnuði þeirra handa, er sköpuðu liann Guði til dýrðar. Þannig var þetta einnig í málverkunum, veggteppum og ábreiðum og einnig í list tónanna. Allt var þetta unnið til þess eins að túlka sama málið, að lofa Guð og vitna um hann. Jafnvel löngu síðar skrifaði Jóhann Sebastian Bach — sem stundum hefir verið kallaður fimmti guð- spjallamaðurinn — yfir sérhvert tónverk sitt þessi orð: Soli Deo Gloria. — Þegar vér nú minnumst alls þessa, finnum vér sárlega til fátæktar vorrar. Nú eru kirkjur vorar tómar, galtómar, litlausar eða málaðar með æpandi og skrækj- andi smekkleysum. Víða á meginlandinu eru til gaml- ar kirkjur, málaðar að innan með þykku lagi af hvítu kalki, sem fyrir langa löngu liefur hulið hinn uppruna- lega svip veggjanna. Mörg ómetanleg listaverk bafa þannig verið grafin í gleymsku. En upp á siðkastið hef- ir þó tekizt að hreinsa kalkið af mörgum þessara veggja og hafa þá aftur komið fram í da,gsljósið mörg dýrmæt listaverk.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.